Klien vonast eftir síðasta Formúlu 1 ökumannssætinu 7. mars 2011 17:09 Chrstian Klien um borð í bíl Hispania í fyrra. Mynd: Getty Images/Clive Mason Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Austurríkismaðurinn Christian Klien er að vonast eftir að komast að hjá Hispania Formúlu 1 liðinu spænska, sem á enn eftir að ráða einn ökumann til starfa. Indverjinn Narain Karthikeyan er þegar ökumaður liðsins. Klien sagði í frétt á autosport.com að umboðsmaður sinn, Roman Rummenigge sé í stöðugu sambandi við stjórnendur Hispania liðsins. "Það þarf ekki að fjölyrða um það að ég myndi elska að keyra fyrir HRT (Hispania Racing Team), sagði Klien í viðtali á vefsíðu sinni samkvæmt fréttinni á autosport.com. "Ég er sannfærður að liðið mun taka góðum framförum og koma einhverjum á óvart", bætti hann við og telur að starf Geoff Wills og Paul White, sem er aðalhönnuður liðsins komi liðinu til góða. Hispania liðið verður á æfingum á 2011 bílnum í Barcelona í vikunni, en liðið hefur ekki æft til þessa á æfingum með 2011 keppnisbílnum, heldur 2010 bílnum en Hispania liðið byrjaði í Formúlu 1 í fyrra. Klien ók hjá liðinu í fimm mótum 2010. "Allar æfingar voru á 2010 bílnum, sem ég keppti á í fimm mótum í fyrra. Ég vann mikið í að bæta uppsetningu bílsins. Undir lok tímabilsins höfðum við minnkað bilið í önnur lið, jafnvel þó engir nýir hlutir væru í bílnum." Hispania liðið prófaði þá Viantonio Liuzzi og Giorgio Mondini um borð í bíl sínum á dögunum og óljóst hvort liðið vill semja við annanhvorn þeirra, frekar en Klien. Í frétt autosport.com segir Klien það kaldhæðnislegt að 2005 var hann í samkeppni við Liuzzi um sæti hjá Red Bull. Þá var Klien meira um borð í Red Bull bílnum í keppni, en Liuzzi ók bílnum líka sama árið. En þó þeir séu í samkeppni um sætið hjá Hispania núna, þá eru þeir ágætis félagar og bera virðingu fyrir hvor öðrum að sögn Klien.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira