Fjötrar fáráðs Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 7. mars 2011 09:47 Það er meiriháttar vesen fyrir marga sem ég þekki um fimmtugt að fara yfir eina nótt í bústað. Kæfisvefnsbúnaðurinn einn og sér er eins og að taka með sér hund í ferðalag. Smám saman færist aldurinn yfir og með honum meiri búnaður en áður. Sjálf er ég komin með talsvert drasl á eftir mér, verandi varla eldri en tvævetra. Má þar nefna hitateppi á stærð við veislutjald, inniskó fyrir bakið (en sannarlega ekki fyrir útlitið), ýmislegt til að setja á andlitið snemma morguns áður en nokkuð lifandi sér framan í mig og meðalaglös. Ég er járnuð við drasl. Sjónvarpsauglýsingar vefja sannleikanum stundum ekki inn í umbúðir. Þar er það ekki fólkið um þrítugt sem hoppar upp í flugvél, með vegabréfið, kreditkort og léttan bakpoka. Fólkið um þrítugt er yfirleitt að eiga við einhver tryggingafélög vegna eignatjóns, að taka til í geymslunni eða fara í ferðalag með búslóð sem nær upp á þak. Ef ég vil halda í frelsið get ég einna helst líkt mér við pinklum hlaðinn farandsöngvara. Það væri rómantísk lýsing á mér. Napurlegra væri að horfast í augu við sannleikann; þræll eigin dóts. En ég á ekkert sameiginlegt lengur með ungmeyjum á hestbaki á Hróarskeldu og það er orðið of seint að fara á Interrail. Þetta er þróun sem þarf að sporna við enda á hún sér líka stað á heimilinu, sem með árunum er fyllt eins og grís á leið á grillið. Á frekar dapurlegu tímabili var hápunktur vikunnar ef ég komst í IKEA að kaupa nýja ruslafötu. Mér varð það síðar ljóst hversu sorglegt það var. Engu skárra að fylla tómarúmið með Läcka en með mat. Átfíklar og dótasafnarar eru á alveg sömu slóðum. Ég lít á það sem skref í rétta átt að vera farin að selja dótið mitt á internetinu og eins og þegar ég keypti dót er þetta nýja eiturlyfið, að selja dót. Vinkona mín ánafnaði mér ýmsu úr geymslunni hjá sér um daginn sem henni hafði sýnst að kæmi mér og mínum að góðum notum. Á hverju kvöldi er ég að því komin að auglýsa það á Barnalandi. Ég fer væntanlega ekki í gröfina að hætti forfeðra minna. Ég verð ekki heygð með hrærivélinni. Ég þarf engan farangur í hinstu ferðina. Takmarkið er því að keyra óþarfa dót á haugana áður en ég fer í hauginn með draslið. Vonandi hef ég einhvern tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Það er meiriháttar vesen fyrir marga sem ég þekki um fimmtugt að fara yfir eina nótt í bústað. Kæfisvefnsbúnaðurinn einn og sér er eins og að taka með sér hund í ferðalag. Smám saman færist aldurinn yfir og með honum meiri búnaður en áður. Sjálf er ég komin með talsvert drasl á eftir mér, verandi varla eldri en tvævetra. Má þar nefna hitateppi á stærð við veislutjald, inniskó fyrir bakið (en sannarlega ekki fyrir útlitið), ýmislegt til að setja á andlitið snemma morguns áður en nokkuð lifandi sér framan í mig og meðalaglös. Ég er járnuð við drasl. Sjónvarpsauglýsingar vefja sannleikanum stundum ekki inn í umbúðir. Þar er það ekki fólkið um þrítugt sem hoppar upp í flugvél, með vegabréfið, kreditkort og léttan bakpoka. Fólkið um þrítugt er yfirleitt að eiga við einhver tryggingafélög vegna eignatjóns, að taka til í geymslunni eða fara í ferðalag með búslóð sem nær upp á þak. Ef ég vil halda í frelsið get ég einna helst líkt mér við pinklum hlaðinn farandsöngvara. Það væri rómantísk lýsing á mér. Napurlegra væri að horfast í augu við sannleikann; þræll eigin dóts. En ég á ekkert sameiginlegt lengur með ungmeyjum á hestbaki á Hróarskeldu og það er orðið of seint að fara á Interrail. Þetta er þróun sem þarf að sporna við enda á hún sér líka stað á heimilinu, sem með árunum er fyllt eins og grís á leið á grillið. Á frekar dapurlegu tímabili var hápunktur vikunnar ef ég komst í IKEA að kaupa nýja ruslafötu. Mér varð það síðar ljóst hversu sorglegt það var. Engu skárra að fylla tómarúmið með Läcka en með mat. Átfíklar og dótasafnarar eru á alveg sömu slóðum. Ég lít á það sem skref í rétta átt að vera farin að selja dótið mitt á internetinu og eins og þegar ég keypti dót er þetta nýja eiturlyfið, að selja dót. Vinkona mín ánafnaði mér ýmsu úr geymslunni hjá sér um daginn sem henni hafði sýnst að kæmi mér og mínum að góðum notum. Á hverju kvöldi er ég að því komin að auglýsa það á Barnalandi. Ég fer væntanlega ekki í gröfina að hætti forfeðra minna. Ég verð ekki heygð með hrærivélinni. Ég þarf engan farangur í hinstu ferðina. Takmarkið er því að keyra óþarfa dót á haugana áður en ég fer í hauginn með draslið. Vonandi hef ég einhvern tíma.