Sport

Aðalheiður og Magnús Íslandsmeistarar í kata

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurvegarar í einstaklingsflokkunum, þau Magnús Kr. Eyjólfsson og Aðalheiður Rósa Harðardóttir.
Sigurvegarar í einstaklingsflokkunum, þau Magnús Kr. Eyjólfsson og Aðalheiður Rósa Harðardóttir. Mynd/Karatesamband Íslands
Aðalheiður Rósa Harðardóttir frá Akranesi og Magnús Kr. Eyjólfsson úr Breiðabliki tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í karla og kvennaflokki á Íslandsmeistaramóti í kata fullorðinna sem fór fram í íþróttahúsi Seljaskóla í gær.

Besta afrek mótsins vann Aðalheiður Rósa Harðardóttir frá Akranesi sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Aðalheiður vann einstaklingsflokkinn eftir góða baráttu við Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur frá Breiðablik, Aðalheiður vann svo einnig hópkata með félögum sínum Dagnýju og Valgerði.

Í karlaflokki varð Magnús Kr. Eyjólfsson, Breiðablik, Íslandsmeistari eftir góða rimmu við Kristján Helga Carrasco, Víking.

Í hópkata karla unnu svo ungu strákarnir frá Breiðablik þeir Birkir, Davíð og Heiðar en þess má geta að þeir eru yngstu einstaklingarnir til að vinna hópkata á fullorðinsmóti enda bara 16 og 17 ára gamlir.

Þegar heildarstigin voru reiknuð saman þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari félaga og er því Íslandsmeistari félaga í kata karla með 17 stig.







Úrslitin á Íslandsmeistaramótinu í Kata 2011Kata karla:

1. Magnús Kr. Eyjólfsson, Breiðablik

2. Kristján Helgi Carrasco, Víking

3. Heiðar Benediktsson, Breiðablik

3. Elías Snorrason, KFR

Kata kvenna:

1. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Akranes

2. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik

3. Dagný Björk Egilsdóttir, Akranes

3. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

Hópkata karla:

1. Breiðablik, Birkir Indriðason, Davíð Freyr Guðjónsson, Heiðar Benediktsson

2. Haukar, Kristján Ó. Davíðsson, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Pálmar Dan Einarsson

3. KFR, Elías Snorrason, Sverrir Magnússon, Sindri Jónsson

Hópkata kvenna:

1. Akranes, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Dagný Björk Egilsdóttir, Valgerður Elsa Jóhannsdóttir

2. Breiðablik, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Björg Jónsdóttir

3. KFR, Ingibjörg Halldórsdóttir, Brynja Halldórsdóttir, Guðrún Sævarsdóttir

Heildarstig félaga:

Breiðablik 17 stig

Akranes 10 stig

KFR 5 stig

Haukar 4 stig

Víkingur 2 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×