Brawn segir Mercedes um sekúndu á eftir toppbílunum 4. mars 2011 15:53 Ross Brawn er yfirmaður Formúlu 1 liðs Mercedes. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport. Mercedes liðið fær fimm daga til æfinga á Katalóníu brautinni á Spáni ásamt öðrum keppnisliðum 8.-12. mars, áður en fyrsta mót ársins fer fram 27. mars í Ástralíu. Ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg og þeir hafa æft á æfingunum á Spáni á þessu ári. Þeir náðu ekki að vinna mót í fyrra, en Schumacher byrjaði þá að keppa á ný eftir þriggja ára fjarveru. "Við erum um sekúndu frá þeim stað sem við viljum vera á, sem er að vera á meðal þeirra fremstu. Við verðum að finna sekúndu með því að endurbæta bílinn sem ég held við getum", sagði Brawn í frétt BBC Sport. "En maður veit aldrei hvað keppinautarnir gera. Við höfum gert okkar áætlanir og við munum sjá í Melbourne hvort þær eru réttar." Brawn telur að erfiðleikar efli menn til dáða og segir að liðsmenn hans séu áræðnir, og enn ákveðnari þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi. Þegar markmiðum sé ekki náð. Schumacher sagði í síðasta mánuði við BBC Sport að það yrði erfitt fyrir Mercedes að vinna mót í upphafi ársins, en menn vissu að hverju væri stefnt. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport. Mercedes liðið fær fimm daga til æfinga á Katalóníu brautinni á Spáni ásamt öðrum keppnisliðum 8.-12. mars, áður en fyrsta mót ársins fer fram 27. mars í Ástralíu. Ökumenn Mercedes eru Michael Schumacher og Nico Rosberg og þeir hafa æft á æfingunum á Spáni á þessu ári. Þeir náðu ekki að vinna mót í fyrra, en Schumacher byrjaði þá að keppa á ný eftir þriggja ára fjarveru. "Við erum um sekúndu frá þeim stað sem við viljum vera á, sem er að vera á meðal þeirra fremstu. Við verðum að finna sekúndu með því að endurbæta bílinn sem ég held við getum", sagði Brawn í frétt BBC Sport. "En maður veit aldrei hvað keppinautarnir gera. Við höfum gert okkar áætlanir og við munum sjá í Melbourne hvort þær eru réttar." Brawn telur að erfiðleikar efli menn til dáða og segir að liðsmenn hans séu áræðnir, og enn ákveðnari þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi. Þegar markmiðum sé ekki náð. Schumacher sagði í síðasta mánuði við BBC Sport að það yrði erfitt fyrir Mercedes að vinna mót í upphafi ársins, en menn vissu að hverju væri stefnt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira