Yfirmanni dekkjaframleiðandans líst vel á bleyta brautir með gerviregni 3. mars 2011 14:29 Paul Hembrey, yfirmaður Formúlu 1 deildar Pirelli dekkjaframleiðandans. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Paul Hembrey, yfirmanni Pirelli dekkjaframleiðandans finnst sú hugmynd Bernie Ecclestone áhugaverð, að bleyta hugsanlega einhver Formúlu 1 mót með með sérútbúnu vatnsúðakerfi, eða gerviregni ef svo má segja. Autosport.com greinir frá þessu máli. Ecclestone ræddi þessa hugmynd í ítarlegu viðtali á f1.com, og sagði að möguleiki væri til staðar að gera slíkt á nokkrum brautum og bleyta brautir t.d. í 20 mínútur í keppni, eða 10 síðustu hringina. Í frétt á autosport.com í dag segist Hembrey hafa hitt Ecclestone að máli eftir æfingar á Abi Dhabi brautinni fyrir skömmu. Pirelli varði nokkrum dögum á blautri brautinni í Abu Dhabi og hún var bleytt sérstökum tækjakosti, til að reyna líkja eftir mótum í Asíu, sem geta orðið blaut vegna rigningar. Brautin í Abu Dhabi var bleytt svo hægt væri að prófa Pirelli dekkin í bleytu. Hembrey segist hafa minnst á það eftir æfingarnar við Ecclestone hvort vert væri að prófa þetta í keppni. "Eftir að hafa séð hvernig þetta var í Abu Dhabi, þá tel ég að þetta yrði sjónarspil og útsýni ætti ekki að vera vandamál. Það yrðu engin ský. Skoðað frá sjónarhóli dekkjaframleiðanda, þá er ekkert vandamál að búa til dekkin fyrir þessar aðstæður", sagði Hembrey í frétt autosport.com. Í fréttinni segir líka að einhverjum myndi trúlega finnast gervilegt að bleyta brautirnar með tækjabúnaði. "F1 er að keppa um skemmtanagildi við aðrar íþróttir, þannig að fólk þarf að sjá áhugaverða hluti. Mót með bleytu af þessu tagi myndi auka skemmtanagildið", sagði Hembrey um þetta atriði. "Gott dæmi um verulega breytingu er mótið í Singapúr. Það mætti segja það að keppa í fljóðljósum sem gervilegt. En í ljós hefur komið að þetta er eitt magnaðasta mótið á árinu." Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Paul Hembrey, yfirmanni Pirelli dekkjaframleiðandans finnst sú hugmynd Bernie Ecclestone áhugaverð, að bleyta hugsanlega einhver Formúlu 1 mót með með sérútbúnu vatnsúðakerfi, eða gerviregni ef svo má segja. Autosport.com greinir frá þessu máli. Ecclestone ræddi þessa hugmynd í ítarlegu viðtali á f1.com, og sagði að möguleiki væri til staðar að gera slíkt á nokkrum brautum og bleyta brautir t.d. í 20 mínútur í keppni, eða 10 síðustu hringina. Í frétt á autosport.com í dag segist Hembrey hafa hitt Ecclestone að máli eftir æfingar á Abi Dhabi brautinni fyrir skömmu. Pirelli varði nokkrum dögum á blautri brautinni í Abu Dhabi og hún var bleytt sérstökum tækjakosti, til að reyna líkja eftir mótum í Asíu, sem geta orðið blaut vegna rigningar. Brautin í Abu Dhabi var bleytt svo hægt væri að prófa Pirelli dekkin í bleytu. Hembrey segist hafa minnst á það eftir æfingarnar við Ecclestone hvort vert væri að prófa þetta í keppni. "Eftir að hafa séð hvernig þetta var í Abu Dhabi, þá tel ég að þetta yrði sjónarspil og útsýni ætti ekki að vera vandamál. Það yrðu engin ský. Skoðað frá sjónarhóli dekkjaframleiðanda, þá er ekkert vandamál að búa til dekkin fyrir þessar aðstæður", sagði Hembrey í frétt autosport.com. Í fréttinni segir líka að einhverjum myndi trúlega finnast gervilegt að bleyta brautirnar með tækjabúnaði. "F1 er að keppa um skemmtanagildi við aðrar íþróttir, þannig að fólk þarf að sjá áhugaverða hluti. Mót með bleytu af þessu tagi myndi auka skemmtanagildið", sagði Hembrey um þetta atriði. "Gott dæmi um verulega breytingu er mótið í Singapúr. Það mætti segja það að keppa í fljóðljósum sem gervilegt. En í ljós hefur komið að þetta er eitt magnaðasta mótið á árinu."
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira