Button afskrifar ekki þriðja sigurinn í röð í Ástralíu 18. mars 2011 17:05 Lewis Hamilton og Jenson Buttonn á frumsýningu McLaren í vetur. Mynd: Getty Images/Andreas Rentz Bongarts Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag. "Albert Park hefur reynst mér vel. Ég hef unnið þar tvö síðustu keppnistímabil. Brautin er frábær til kappaksturs og virðist hún alltaf skapa óútreiknanleg mót", sagði Button. "Kannski vegna þess að mótið er í upphafi tímabilsins, þar sem staðan er ekki ljós og fljótustu bílarnir reynast ekki sem skildi. Því fylgir spenna. Svo til viðbótar verða fleiri þjónustuhlé, (vegna öðruvísi dekkja í ár) sem gæti skapað spennu og gert helgina óútreiknanlega. Ég er spurður að því reglulega hvort ég geti unnið þriðja árið í röð. Það er ekki líklegt á pappírunum, en hver veit? Ég get ekki afskrifað það", sagði Button. Hamilton verður væntanlega ekki síður sprækur en Button í Melbourne. "Við getum ekki leynt því að æfingarnar hafa verið erfiðari en búist var við. Við höfum ekki ekið eins mikið og keppinautar okkar, né höfum við haft sama hraða og fljóustu bílarnir", sagði Hamilton. "Samt hef ég góða tilfinningu fyrir MP4-26 bílnum. Ég kann vel við að keyra bílinn og að hann muni fara vel með dekkin og mér skilst að við munum bæta bílinn fyrir fyrsta mótið", sagði Hamilton. "Samt sem áður, þá vitum við að við förum til Melbourne til að berjast við sum lið sem eru mjög vel undirbúinn. Bæði hvað varðar hraða og áreiðanleika. En stundum skiptir það ekki öllu í fyrstu mótunum sem eru óútreiknanleg og ekki síður mikilvægt að ná í einhver stig í þeim." "Ég hef trú á því að þó æfingar hafi ekki gengið sem skyldi og við hefðum viljað, þá hef ég það á tilfinningunni að við mætum til Melbourne með allt í standi. Það gerir mig spenntan", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag. "Albert Park hefur reynst mér vel. Ég hef unnið þar tvö síðustu keppnistímabil. Brautin er frábær til kappaksturs og virðist hún alltaf skapa óútreiknanleg mót", sagði Button. "Kannski vegna þess að mótið er í upphafi tímabilsins, þar sem staðan er ekki ljós og fljótustu bílarnir reynast ekki sem skildi. Því fylgir spenna. Svo til viðbótar verða fleiri þjónustuhlé, (vegna öðruvísi dekkja í ár) sem gæti skapað spennu og gert helgina óútreiknanlega. Ég er spurður að því reglulega hvort ég geti unnið þriðja árið í röð. Það er ekki líklegt á pappírunum, en hver veit? Ég get ekki afskrifað það", sagði Button. Hamilton verður væntanlega ekki síður sprækur en Button í Melbourne. "Við getum ekki leynt því að æfingarnar hafa verið erfiðari en búist var við. Við höfum ekki ekið eins mikið og keppinautar okkar, né höfum við haft sama hraða og fljóustu bílarnir", sagði Hamilton. "Samt hef ég góða tilfinningu fyrir MP4-26 bílnum. Ég kann vel við að keyra bílinn og að hann muni fara vel með dekkin og mér skilst að við munum bæta bílinn fyrir fyrsta mótið", sagði Hamilton. "Samt sem áður, þá vitum við að við förum til Melbourne til að berjast við sum lið sem eru mjög vel undirbúinn. Bæði hvað varðar hraða og áreiðanleika. En stundum skiptir það ekki öllu í fyrstu mótunum sem eru óútreiknanleg og ekki síður mikilvægt að ná í einhver stig í þeim." "Ég hef trú á því að þó æfingar hafi ekki gengið sem skyldi og við hefðum viljað, þá hef ég það á tilfinningunni að við mætum til Melbourne með allt í standi. Það gerir mig spenntan", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira