Webber á heimavelli í fyrsta mótinu og meistarinn Vettel spenntur að keppa á ný 18. mars 2011 16:23 Mark Webber og Sebastian Vettel aka hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 meistaralið Red Bull er tilbúið í titilvörnina, sem hefst í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Ástralíu 27. mars. Ekið verður á afmarkaðri götubraut í borginni Melbourne og nefnist brautarstæðið Albert Park. Mark Webber verður á heimavelli, en hann er Ástrali og Þjóðverjinn Sebastian Vettel, liðsfélagi hans hefur meistaratitil ökumanna að verja, en Red Bull liðið vann titil bílasmiða í fyrra. "Sem Ástrali hlakka ég til fyrsta mótsins í Melbourne. Við höfum æft heilmikið og mikil vinna verið lögð í bílanna", sagði Webber í fréttaskeyti frá Red Bull í dag. "Það verður mörgum spurningum svarað á Albert Park og þetta verður viðburðarrík helgi, ekki síst þar sem allra veðra er von. Við munum læra mikið um dekkin, sem mun skipta miklu máli. Ég vonast til að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Webber og lét þess getið að hann hefði ekki náð sérlega hagstæðum úrslitum í heimalandi sínu síðan í fyrsta móti hans þar 2002. Vettel ekur með rásnúmer 1, sem núverandi heimsmeistari og sýndi í tímatökum og mótum í fyrra hvað í honum býr. "Við vitum hvað það þýðir að hefja leika í Ástralíu. Þetta er sérstakur staður og braut. Það er líf og fjör í borginni í mótsvikunni", sagði Vettel. "Veturinn var spennandi og nauðsynlegt að var að róa sig um jólin, en við höfum verið í réttum takti síðan í febrúar. Það er gaman að hugleiða hvaða árangri við náðum í fyrra, en okkur hlakkar alla til og að einbeita okkur að nýjum bíl og tímabili. Það byrjar allt á núlli. Við erum spenntir og við erum búnir að æfa nóg og viljum keppa á ný", sagði Vettel Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 meistaralið Red Bull er tilbúið í titilvörnina, sem hefst í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Ástralíu 27. mars. Ekið verður á afmarkaðri götubraut í borginni Melbourne og nefnist brautarstæðið Albert Park. Mark Webber verður á heimavelli, en hann er Ástrali og Þjóðverjinn Sebastian Vettel, liðsfélagi hans hefur meistaratitil ökumanna að verja, en Red Bull liðið vann titil bílasmiða í fyrra. "Sem Ástrali hlakka ég til fyrsta mótsins í Melbourne. Við höfum æft heilmikið og mikil vinna verið lögð í bílanna", sagði Webber í fréttaskeyti frá Red Bull í dag. "Það verður mörgum spurningum svarað á Albert Park og þetta verður viðburðarrík helgi, ekki síst þar sem allra veðra er von. Við munum læra mikið um dekkin, sem mun skipta miklu máli. Ég vonast til að ná sem hagstæðustum úrslitum", sagði Webber og lét þess getið að hann hefði ekki náð sérlega hagstæðum úrslitum í heimalandi sínu síðan í fyrsta móti hans þar 2002. Vettel ekur með rásnúmer 1, sem núverandi heimsmeistari og sýndi í tímatökum og mótum í fyrra hvað í honum býr. "Við vitum hvað það þýðir að hefja leika í Ástralíu. Þetta er sérstakur staður og braut. Það er líf og fjör í borginni í mótsvikunni", sagði Vettel. "Veturinn var spennandi og nauðsynlegt að var að róa sig um jólin, en við höfum verið í réttum takti síðan í febrúar. Það er gaman að hugleiða hvaða árangri við náðum í fyrra, en okkur hlakkar alla til og að einbeita okkur að nýjum bíl og tímabili. Það byrjar allt á núlli. Við erum spenntir og við erum búnir að æfa nóg og viljum keppa á ný", sagði Vettel
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira