Króna án krúnu Davíð Þór Jónsson skrifar 19. mars 2011 06:00 Nýlega stakk þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir upp á því að Íslendingar segðu skilið við krónuna og tækju upp nýjan gjaldmiðil. Hún var höfð að háði og spotti fyrir þá hugmynd, enda alkunna að krónan er ekki vandamál íslensk efnahagslífs heldur fólkið sem eyðir henni. Ég tel hugmyndina þó góða, en ekki af sömu ástæðum og Lilja. Mín rök eru söguleg og orðsifjafræðileg. Auðvitað er þó bara hlægilegt að skipta krónunni út fyrir einhvern kjánagang eins og íslenska evru. „Evra" er fyrir það fyrsta ömurlegt heiti á gjaldmiðli. Það er svo greinileg afurð pólitískrar rétthugsunar evrópskra tæknikrata, án nokkurra róta í sögu eða samfélagi, að hvern mann með lágmarkstilfinningu fyrir samhengi umhverfis síns hlýtur að flökra. Í samfélagi gjalmiðlanna er evran nýríki plebbinn. Í samfélagi Sturlu og Skarphéðins er evran Tristan Tandri. Það var auðvitað menningarsögulegur harmleikur af epískri stærðargráðu að gjaldmiðill eins og drakma, sem rekur sögu sína aftur til daga Alexanders mikla, skyldi falla í valinn fyrir öðru eins kúltúrleysi. Svo ekki sé minnst á þau endemi að heiti evrunnar er ekki borið eins fram á neinum tveim tungumálum þjóðanna sem nota hana. Gjaldmiðlar eiga sér nefnilega sögu. Það er eðlilegt að Íslendingar skyldu kalla gjaldmiðilinn sinn „krónu" þegar þeir eignuðust hann. Þetta er sama orð og „kóróna" og „krúna" og má rekja til þess að það voru sjóðir krúnunnar, þ.e. kóngsins, sem ábyrgðust innistæðuna fyrir henni. Íslendingar áttu sér þá kóng. Aftur á móti var það ótrúleg yfirsjón að skipta ekki um heiti á gjaldmiðlinum um leið og lýðveldið var stofnað og þjóðin hafnaði kóngapakki, sem aðeins byggir tilkall sitt til yfirráða yfir öðrum á forsendum þess undan hverjum það er. Að lýðræðisþjóð, sem ekki er undir neinni krúnu, skuli kalla gjaldmiðilinn sinn krónu lýsir fáránlegu tilfinningaleysi fyrir uppruna og merkingu orða. Þannig kölluðu Finnar sinn gjaldmiðil mark um leið og þeir losnuðu undan oki einveldisins. Til forna greiddu frjálsir Íslendingar skuldir sínar í mörkum silfurs. Það er gjaldmiðill lýðfrjálsra landa. Þess vegna ættum við að taka upp mörk. Það leysir auðvitað engan efnahagsvanda, en það er samt ákveðin ný byrjun í því. Og þó, hver veit? Kannski yrði borin meiri virðing fyrir markinu en krónunni, sem er löngu rúin öllu trausti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Nýlega stakk þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir upp á því að Íslendingar segðu skilið við krónuna og tækju upp nýjan gjaldmiðil. Hún var höfð að háði og spotti fyrir þá hugmynd, enda alkunna að krónan er ekki vandamál íslensk efnahagslífs heldur fólkið sem eyðir henni. Ég tel hugmyndina þó góða, en ekki af sömu ástæðum og Lilja. Mín rök eru söguleg og orðsifjafræðileg. Auðvitað er þó bara hlægilegt að skipta krónunni út fyrir einhvern kjánagang eins og íslenska evru. „Evra" er fyrir það fyrsta ömurlegt heiti á gjaldmiðli. Það er svo greinileg afurð pólitískrar rétthugsunar evrópskra tæknikrata, án nokkurra róta í sögu eða samfélagi, að hvern mann með lágmarkstilfinningu fyrir samhengi umhverfis síns hlýtur að flökra. Í samfélagi gjalmiðlanna er evran nýríki plebbinn. Í samfélagi Sturlu og Skarphéðins er evran Tristan Tandri. Það var auðvitað menningarsögulegur harmleikur af epískri stærðargráðu að gjaldmiðill eins og drakma, sem rekur sögu sína aftur til daga Alexanders mikla, skyldi falla í valinn fyrir öðru eins kúltúrleysi. Svo ekki sé minnst á þau endemi að heiti evrunnar er ekki borið eins fram á neinum tveim tungumálum þjóðanna sem nota hana. Gjaldmiðlar eiga sér nefnilega sögu. Það er eðlilegt að Íslendingar skyldu kalla gjaldmiðilinn sinn „krónu" þegar þeir eignuðust hann. Þetta er sama orð og „kóróna" og „krúna" og má rekja til þess að það voru sjóðir krúnunnar, þ.e. kóngsins, sem ábyrgðust innistæðuna fyrir henni. Íslendingar áttu sér þá kóng. Aftur á móti var það ótrúleg yfirsjón að skipta ekki um heiti á gjaldmiðlinum um leið og lýðveldið var stofnað og þjóðin hafnaði kóngapakki, sem aðeins byggir tilkall sitt til yfirráða yfir öðrum á forsendum þess undan hverjum það er. Að lýðræðisþjóð, sem ekki er undir neinni krúnu, skuli kalla gjaldmiðilinn sinn krónu lýsir fáránlegu tilfinningaleysi fyrir uppruna og merkingu orða. Þannig kölluðu Finnar sinn gjaldmiðil mark um leið og þeir losnuðu undan oki einveldisins. Til forna greiddu frjálsir Íslendingar skuldir sínar í mörkum silfurs. Það er gjaldmiðill lýðfrjálsra landa. Þess vegna ættum við að taka upp mörk. Það leysir auðvitað engan efnahagsvanda, en það er samt ákveðin ný byrjun í því. Og þó, hver veit? Kannski yrði borin meiri virðing fyrir markinu en krónunni, sem er löngu rúin öllu trausti.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun