Tæknipása Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. mars 2011 10:47 Tölvur eru hinir mestu tímaþjófar. Það geta væntanlega flestir verið sammála um, þó notagildi þeirra sé líka nokkuð óumdeilt. Það er þó ekki fyrr en tölvurnar eru teknar út úr jöfnunni, hvort sem það er gert meðvitað eða ekki, sem það kemur í ljós nákvæmlega hversu miklum tíma er eytt í þessum tækjum. Nú í kvöld ætlar hópur fólks að komast að þessu með því að halda hátíðlegan „National Day of Unplugging" – sem gæti þýðst sem „Tökum úr sambandi dagur" eða „Ótengdi dagurinn" á íslensku. Hvíldardagur í raun. Hann á að standa fram á morgundaginn, heill sólarhringur án farsíma og nets. Þetta er erfitt fyrir marga, erfiðara en þeir kannski gera sér grein fyrir. Ég tók óviljandi forskot á sæluna fyrr í vikunni. Hleðslutæki tölvunnar minnar gaf sig og ég sat uppi með hleðslulausa tölvu. Þetta reyndist mér erfitt, opinbera skýringin á því var að sjálfsögðu sú að ég er að skrifa BA-ritgerð og hún er jú skrifuð á tölvu. Þó það sé satt og rétt og hafi sett strik í reikninginn þótti mér alveg jafn erfitt ef ekki erfiðara að komast ekki á fréttamiðla, á tölvupóstinn, á Facebook. Jafnvel þó að ég vissi innst inni að ég væri nú líklega ekki að missa af neinu brjálæðislegu truflaði þetta mig. Ég er bara allt of vön því að vera með tölvuna opna einhvers staðar, þó ég sé ekkert að gera í henni. Hún bara er þar og það er hægt að kíkja á hina ýmsu staði á netinu hvenær sem er. Fljótlega fór þetta þó að hafa mjög jákvæð áhrif og ýmislegt sem hefur lengi setið á hakanum var framkvæmt. Það þurfti bara nokkra daga til að afeitrast aðeins og sjá hversu mikill tími fer í ekki neitt þegar maður á fullhlaðna fartölvu. Ég missti heldur ekki af neinu stórfenglegu, í mesta lagi sparaði ég mér pirring. Þó þurfti ég á endanum að útvega mér hleðslutæki, enda nauðsyn fyrir bæði nám og vinnu. Nú verður hins vegar minni tíma eytt í bullið, svo lengi sem það loforð endist. Það krefst smá tíma til að venjast því, en hvíldardagur er jafn nauðsynlegur frá tölvunni sem öðru. Prófaðu bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Tölvur eru hinir mestu tímaþjófar. Það geta væntanlega flestir verið sammála um, þó notagildi þeirra sé líka nokkuð óumdeilt. Það er þó ekki fyrr en tölvurnar eru teknar út úr jöfnunni, hvort sem það er gert meðvitað eða ekki, sem það kemur í ljós nákvæmlega hversu miklum tíma er eytt í þessum tækjum. Nú í kvöld ætlar hópur fólks að komast að þessu með því að halda hátíðlegan „National Day of Unplugging" – sem gæti þýðst sem „Tökum úr sambandi dagur" eða „Ótengdi dagurinn" á íslensku. Hvíldardagur í raun. Hann á að standa fram á morgundaginn, heill sólarhringur án farsíma og nets. Þetta er erfitt fyrir marga, erfiðara en þeir kannski gera sér grein fyrir. Ég tók óviljandi forskot á sæluna fyrr í vikunni. Hleðslutæki tölvunnar minnar gaf sig og ég sat uppi með hleðslulausa tölvu. Þetta reyndist mér erfitt, opinbera skýringin á því var að sjálfsögðu sú að ég er að skrifa BA-ritgerð og hún er jú skrifuð á tölvu. Þó það sé satt og rétt og hafi sett strik í reikninginn þótti mér alveg jafn erfitt ef ekki erfiðara að komast ekki á fréttamiðla, á tölvupóstinn, á Facebook. Jafnvel þó að ég vissi innst inni að ég væri nú líklega ekki að missa af neinu brjálæðislegu truflaði þetta mig. Ég er bara allt of vön því að vera með tölvuna opna einhvers staðar, þó ég sé ekkert að gera í henni. Hún bara er þar og það er hægt að kíkja á hina ýmsu staði á netinu hvenær sem er. Fljótlega fór þetta þó að hafa mjög jákvæð áhrif og ýmislegt sem hefur lengi setið á hakanum var framkvæmt. Það þurfti bara nokkra daga til að afeitrast aðeins og sjá hversu mikill tími fer í ekki neitt þegar maður á fullhlaðna fartölvu. Ég missti heldur ekki af neinu stórfenglegu, í mesta lagi sparaði ég mér pirring. Þó þurfti ég á endanum að útvega mér hleðslutæki, enda nauðsyn fyrir bæði nám og vinnu. Nú verður hins vegar minni tíma eytt í bullið, svo lengi sem það loforð endist. Það krefst smá tíma til að venjast því, en hvíldardagur er jafn nauðsynlegur frá tölvunni sem öðru. Prófaðu bara.