Jafnréttissjónarmið víkja Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. mars 2011 10:13 Ísland fékk fyrir fáeinum mánuðinn þann stimpil að vera það land í heiminum þar sem minnst væri kynjabilið. Það er gott og blessað og bendir auðvitað til að á Íslandi séu möguleikar kvenna til að verða jafnsettar körlum betri en víða annars staðar. Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, hefur hér í þessu blaði og annars staðar kallað stöðu jafnréttismála hér á landi bírókratískt jafnrétti, eða skrifræðisjafnrétti, og bent á að þótt jafnrétti ríki í lagasetningu leiði það ekki sjálfkrafa af sér raunverulegar breytingar á samfélaginu í átt til þess að auka vægi sjónarmiða kvenna og völd þeirra. Og víst er að langt er í land, svo langt að iðulega er orðið öfgar notað um baráttumál í átt til jafnréttis, eins og það ætti nú að virðast vera sjálfsagt stefnumál í nútímasamfélagi að kyn sé ekki breyta sem skiptir máli þegar kemur að virðingu, völdum, launum og svo mörgum öðrum málefnum þar sem liggur fyrir að staða kynjanna er afar misjöfn. Flokkarnir tveir sem nú skipa ríkisstjórn hafa báðir forgangsraðað jafnréttismálum í stefnu sinni, og þar með talið jafnrétti kynja. Í samræmi við það hefur ríkisstjórnin tekið á ýmsum málefnum sem til bóta teljast í jafnréttismálum kynja. Því veldur það sérstökum vonbrigðum þegar ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis snýr baki við þessum stefnumálum sínum hvort sem er í stórum eða léttvægari málum. Dæmi um þetta er skipan landskjörstjórnar. Vissulega var hér um kjör að ræða þar sem hver flokkur hafði sína kandídata. Kjörið gefur engu að síður til kynna ákveðið vilja- og áhugaleysi stjórnmálaflokkanna, þar með talið þá sem skipa meirihluta þingsins, á því að vinna með kynjasjónarmið að leiðarljósi og í anda jafnréttislaga. Skilaboðin sem þingið sendir með því að kjósa í landskjörstjórn fjóra karla og eina konu eru þannig sannarlega ekki í anda jafnréttis, ekki einu sinni skrifræðisjafnréttis. Alvarlegri eru tölur sem flogið hafa nú í vikunni og sýna að af þeim 540 stöðugildum sem hafa verið skorin niður í ríkisrekstri á síðustu tveimur árum voru 470 setin af konum en 70 af körlum. Niðurskurður í starfsmannakostnaði ríkisins kom sem sagt að 87 prósentum niður á störfum kvenna en 13 prósent á störfum karla. Nú er unnið að uppbyggingu atvinnuúrræða sem eiga að koma til móts við atvinnuleysið sem við Íslendingar erum nú að kynnast svo að segja í fyrsta sinn. Þau störf sem stjórnvöld hyggjast leggja fé í eru að stærstum hluta innan greina þar sem karlar hafa fyrst og fremst starfað. Á sama tíma og ríkið segir upp konum leggur það fé til þess að byggja upp störf sem eru mun líklegri til að henta menntun og reynslu karla en kvenna. Þetta er ekki síst kaldhæðið í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur kynnt til sögunnar stefnu sem kölluð hefur verið kynjuð hagstjórn, eða hagstjórn þar sem kynjasjónarmið eru meðal þeirra sem lögð eru til grundvallar. Þetta hlýtur að kalla á endurskoðun forgangsröðunar í anda kynjaðrar hagstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Ísland fékk fyrir fáeinum mánuðinn þann stimpil að vera það land í heiminum þar sem minnst væri kynjabilið. Það er gott og blessað og bendir auðvitað til að á Íslandi séu möguleikar kvenna til að verða jafnsettar körlum betri en víða annars staðar. Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, hefur hér í þessu blaði og annars staðar kallað stöðu jafnréttismála hér á landi bírókratískt jafnrétti, eða skrifræðisjafnrétti, og bent á að þótt jafnrétti ríki í lagasetningu leiði það ekki sjálfkrafa af sér raunverulegar breytingar á samfélaginu í átt til þess að auka vægi sjónarmiða kvenna og völd þeirra. Og víst er að langt er í land, svo langt að iðulega er orðið öfgar notað um baráttumál í átt til jafnréttis, eins og það ætti nú að virðast vera sjálfsagt stefnumál í nútímasamfélagi að kyn sé ekki breyta sem skiptir máli þegar kemur að virðingu, völdum, launum og svo mörgum öðrum málefnum þar sem liggur fyrir að staða kynjanna er afar misjöfn. Flokkarnir tveir sem nú skipa ríkisstjórn hafa báðir forgangsraðað jafnréttismálum í stefnu sinni, og þar með talið jafnrétti kynja. Í samræmi við það hefur ríkisstjórnin tekið á ýmsum málefnum sem til bóta teljast í jafnréttismálum kynja. Því veldur það sérstökum vonbrigðum þegar ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis snýr baki við þessum stefnumálum sínum hvort sem er í stórum eða léttvægari málum. Dæmi um þetta er skipan landskjörstjórnar. Vissulega var hér um kjör að ræða þar sem hver flokkur hafði sína kandídata. Kjörið gefur engu að síður til kynna ákveðið vilja- og áhugaleysi stjórnmálaflokkanna, þar með talið þá sem skipa meirihluta þingsins, á því að vinna með kynjasjónarmið að leiðarljósi og í anda jafnréttislaga. Skilaboðin sem þingið sendir með því að kjósa í landskjörstjórn fjóra karla og eina konu eru þannig sannarlega ekki í anda jafnréttis, ekki einu sinni skrifræðisjafnréttis. Alvarlegri eru tölur sem flogið hafa nú í vikunni og sýna að af þeim 540 stöðugildum sem hafa verið skorin niður í ríkisrekstri á síðustu tveimur árum voru 470 setin af konum en 70 af körlum. Niðurskurður í starfsmannakostnaði ríkisins kom sem sagt að 87 prósentum niður á störfum kvenna en 13 prósent á störfum karla. Nú er unnið að uppbyggingu atvinnuúrræða sem eiga að koma til móts við atvinnuleysið sem við Íslendingar erum nú að kynnast svo að segja í fyrsta sinn. Þau störf sem stjórnvöld hyggjast leggja fé í eru að stærstum hluta innan greina þar sem karlar hafa fyrst og fremst starfað. Á sama tíma og ríkið segir upp konum leggur það fé til þess að byggja upp störf sem eru mun líklegri til að henta menntun og reynslu karla en kvenna. Þetta er ekki síst kaldhæðið í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur kynnt til sögunnar stefnu sem kölluð hefur verið kynjuð hagstjórn, eða hagstjórn þar sem kynjasjónarmið eru meðal þeirra sem lögð eru til grundvallar. Þetta hlýtur að kalla á endurskoðun forgangsröðunar í anda kynjaðrar hagstjórnar.