Alonso: Mikilvægast að vera með snöggan bíl 16. mars 2011 14:30 Fernando Alonso á ferð á æfingum á Katalóníu brautinni á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra. Pirelli dekkin sem verða notuð í ár verða þannig úr garði gerð að þau munu slitna hraðar, en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. Þetta er með vilja gert til að reyna meira á hæfni ökumanna við stýrið og á útsjónarsemi keppnisliða varðandi þjónustuhlé. "Að venju þá verður það fljótasti og besti bíllinn sem vinnur meistaratitilinn. Keppnisáætlanir verða mikilvægar, kannski ráðast úrslit í einu eða tveimur mótum á góðri keppnisáætlun og einhver mjög fljótur getur lent í mistökum varðandi þjónustuáætlun og þannig tapað af sigri", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. "En í 20 mótum eða 19 (enn óljóst hvort 19 eða 20 mót verða í ár) þá er hægt að gera mistök í eitt skipti, eða útfæra góða keppnisáætlun í eitt skipti, en ekki öllum tilfellum. Því er mikilvægast af öllu að vera með snöggan bíl og við erum að vinna að því", sagði Alonso. Keppnisáætlanir verða af ýmsum toga í ár og spurning hvort ökumenn og lið muni taka fleiri eða færri þjónustuhlé til að standa betur að vígi í mótum, í ljósi þess að dekkjaslit verður trúlega talsvert meira en í fyrra. "Það eru ýmsir möguleikar í ár. Þetta er ekki eins og á síðasta ári og það er mikilvægt. Stundum er betra að fórna nokkrum hringjum sem þú veist að verða hægir, heldur en að taka eitt þjónustuhlé til viðbótar. Þetta verður erfitt að meta og verður erfið ákvörðun. Við verðum að vera mjög sveigjanlegir í öllum mótum", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra. Pirelli dekkin sem verða notuð í ár verða þannig úr garði gerð að þau munu slitna hraðar, en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. Þetta er með vilja gert til að reyna meira á hæfni ökumanna við stýrið og á útsjónarsemi keppnisliða varðandi þjónustuhlé. "Að venju þá verður það fljótasti og besti bíllinn sem vinnur meistaratitilinn. Keppnisáætlanir verða mikilvægar, kannski ráðast úrslit í einu eða tveimur mótum á góðri keppnisáætlun og einhver mjög fljótur getur lent í mistökum varðandi þjónustuáætlun og þannig tapað af sigri", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. "En í 20 mótum eða 19 (enn óljóst hvort 19 eða 20 mót verða í ár) þá er hægt að gera mistök í eitt skipti, eða útfæra góða keppnisáætlun í eitt skipti, en ekki öllum tilfellum. Því er mikilvægast af öllu að vera með snöggan bíl og við erum að vinna að því", sagði Alonso. Keppnisáætlanir verða af ýmsum toga í ár og spurning hvort ökumenn og lið muni taka fleiri eða færri þjónustuhlé til að standa betur að vígi í mótum, í ljósi þess að dekkjaslit verður trúlega talsvert meira en í fyrra. "Það eru ýmsir möguleikar í ár. Þetta er ekki eins og á síðasta ári og það er mikilvægt. Stundum er betra að fórna nokkrum hringjum sem þú veist að verða hægir, heldur en að taka eitt þjónustuhlé til viðbótar. Þetta verður erfitt að meta og verður erfið ákvörðun. Við verðum að vera mjög sveigjanlegir í öllum mótum", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira