Gary Player efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. mars 2011 11:30 Tiger Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum - en metið er í eigu Jack Nicklaus sem sigraði á 18. Nordic Photos/Getty Images Gary Player frá Suður-Afríku er yfirleitt með sterkar skoðanir á hlutunum. Hinn 75 ára gamli kylfingur sem sigraði alls á 9 stórmótum á ferlinum er í miklum vafa um að Tiger Woods nái að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 stórmótum á sínum ferli. Woods hefur unnið 14 stómót en Player er á þeirri skoðun að Woods hafi staðnað og tíð þjálfaraskipti og sveiflubreytingar flæki málin enn frekar. Hank Haney, fyrrum þjálfari Woods, og Sean Foley sem er núverandi þjálfari kylfingsins hafa deilt í gegnum fjölmiðla að undanförnu. Og einkalíf Woods var helsta fréttaefnið á árinu 2010 – en ekki afrek hans á golfvellinum.Gary Player er í fínu standi og hörkukylfingur þrátt fyrir að vera 75 ára. Hann sigraði á 9 stórmótum á sínum ferli og hann efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk og bæti met Jack Nicklaus.Nordic Photos/Getty Images„Ég myndi vilja að Tiger Woods hætti að þiggja ráð frá öllum þessum þjálfurum. Hann þarf að einbeita sér og ná áttum. Hann er lamaður af öllum þessum smáatriðum sem þjálfararnir eru að benda á. Woods sigraði síðast á stórmóti árið 2008 þegar hann lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu. Hann er annar í röðinni yfir sigursælustu kylfinga allra tíma á stórmótunum fjórum sem eru Mastersmótið, opna breska meistaramótið, opna bandaríska meistaramótið og PGA-meistaramótið. „Það er erfitt að segja að hann muni ekki ná að vinna á ný, en ég er farinn að efast um að hann slái met Jack Nicklaus. Margir þekktir kylfingar hafa ekki náð að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið vindinn í fangið – þar má nefna Seve Ballesteros og David Duval. Eftirtaldir kylfingar hafa unnið flest stórmót á ferlinum: Jack Nicklaus – 18 Tiger Woods – 14 Walter Hagen – 11 Ben Hogan – 9 Gary Player – 9 Tom Watson - 8 Bobby Jones - 7 Arnold Palmer - 7 Gene Sarazen - 7 Sam Snead - 7 Harry Vardon - 7 Nick Faldo - 6 Lee Trevino - 6 Seve Ballesteros - 5 James Braid - 5 Byron Nelson - 5 J.H. Taylor - 5 Peter Thomson - 5 Willie Anderson Jr. - 4 Jim Barnes - 4 Raymond Floyd - 4 Bobby Locke - 4 Phil Mickelson - 4 Tom Morris Jr. - 4 Tom Morris Sr. - 4 Willie Park Sr. - 4 Jamie Anderson - 3 Tommy Armour - 3 Julius Boros - 3 Billy Casper - 3 Henry Cotton - 3 Jimmy Demaret - 3 Ernie Els - 3 Bob Ferguson - 3 Ralph Guldahl - 3 Padraig Harrington - 3 Hale Irwin - 3 Cary Middlecoff - 3 Larry Nelson - 3 Nick Price - 3 Denny Shute - 3 Vijay Singh - 3 Payne Stewart - 3 Golf Tengdar fréttir Tiger minnti á sig með góðum hring Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída. 13. mars 2011 20:10 100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. 12. mars 2011 11:05 Þjálfarar Tiger Woods rífast eins og smábörn í gegnum fjölmiðla Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. 11. mars 2011 10:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Gary Player frá Suður-Afríku er yfirleitt með sterkar skoðanir á hlutunum. Hinn 75 ára gamli kylfingur sem sigraði alls á 9 stórmótum á ferlinum er í miklum vafa um að Tiger Woods nái að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 stórmótum á sínum ferli. Woods hefur unnið 14 stómót en Player er á þeirri skoðun að Woods hafi staðnað og tíð þjálfaraskipti og sveiflubreytingar flæki málin enn frekar. Hank Haney, fyrrum þjálfari Woods, og Sean Foley sem er núverandi þjálfari kylfingsins hafa deilt í gegnum fjölmiðla að undanförnu. Og einkalíf Woods var helsta fréttaefnið á árinu 2010 – en ekki afrek hans á golfvellinum.Gary Player er í fínu standi og hörkukylfingur þrátt fyrir að vera 75 ára. Hann sigraði á 9 stórmótum á sínum ferli og hann efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk og bæti met Jack Nicklaus.Nordic Photos/Getty Images„Ég myndi vilja að Tiger Woods hætti að þiggja ráð frá öllum þessum þjálfurum. Hann þarf að einbeita sér og ná áttum. Hann er lamaður af öllum þessum smáatriðum sem þjálfararnir eru að benda á. Woods sigraði síðast á stórmóti árið 2008 þegar hann lék best allra á opna bandaríska meistaramótinu. Hann er annar í röðinni yfir sigursælustu kylfinga allra tíma á stórmótunum fjórum sem eru Mastersmótið, opna breska meistaramótið, opna bandaríska meistaramótið og PGA-meistaramótið. „Það er erfitt að segja að hann muni ekki ná að vinna á ný, en ég er farinn að efast um að hann slái met Jack Nicklaus. Margir þekktir kylfingar hafa ekki náð að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið vindinn í fangið – þar má nefna Seve Ballesteros og David Duval. Eftirtaldir kylfingar hafa unnið flest stórmót á ferlinum: Jack Nicklaus – 18 Tiger Woods – 14 Walter Hagen – 11 Ben Hogan – 9 Gary Player – 9 Tom Watson - 8 Bobby Jones - 7 Arnold Palmer - 7 Gene Sarazen - 7 Sam Snead - 7 Harry Vardon - 7 Nick Faldo - 6 Lee Trevino - 6 Seve Ballesteros - 5 James Braid - 5 Byron Nelson - 5 J.H. Taylor - 5 Peter Thomson - 5 Willie Anderson Jr. - 4 Jim Barnes - 4 Raymond Floyd - 4 Bobby Locke - 4 Phil Mickelson - 4 Tom Morris Jr. - 4 Tom Morris Sr. - 4 Willie Park Sr. - 4 Jamie Anderson - 3 Tommy Armour - 3 Julius Boros - 3 Billy Casper - 3 Henry Cotton - 3 Jimmy Demaret - 3 Ernie Els - 3 Bob Ferguson - 3 Ralph Guldahl - 3 Padraig Harrington - 3 Hale Irwin - 3 Cary Middlecoff - 3 Larry Nelson - 3 Nick Price - 3 Denny Shute - 3 Vijay Singh - 3 Payne Stewart - 3
Golf Tengdar fréttir Tiger minnti á sig með góðum hring Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída. 13. mars 2011 20:10 100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. 12. mars 2011 11:05 Þjálfarar Tiger Woods rífast eins og smábörn í gegnum fjölmiðla Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. 11. mars 2011 10:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger minnti á sig með góðum hring Tiger Woods sýndi í dag að hann kann ennþá sitthvað fyrir sér á golfíþróttinni þrátt fyrir að gengi hans að undanförnu hafi ekki verið upp á marga fiska. Hann lauk keppni á Cadillac mótinu á Heimsmótaröðinni með að leika á 66 höggum eða sex höggum undir pari Blue Monster vallarins í Flórída. 13. mars 2011 20:10
100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. 12. mars 2011 11:05
Þjálfarar Tiger Woods rífast eins og smábörn í gegnum fjölmiðla Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. 11. mars 2011 10:30