Sigurður Ragnar: Ég held að við eigum fína möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 17:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.). „Ég er alveg ágætlega sáttur og þetta er tiltölulega þægilegt upp á ferðlög að gera. Við hefðum getað verið bæði heppnari og óheppnari með lið í fyrsta styrkleikaflokki en við höfum verið að spila jafna leiki á móti Noregi og mér lýst ágætlega á það að mæta þeim. Það hafa mikla reynslu og komast yfirleitt alltaf áfram en við ætlum að snúa því við," sagði Sigurður Ragnar. „Við erum síðan að fara að spila við Belgíu sem er þjóð sem við höfum ekki spilað við undir minni stjórn. Ég spilaði sjálfur í Belgíu þannig að það gæti verið gaman," sagði Sigurður Ragnar sem lék með Harelbeke í Belgíu frá 2000 til 2001. „Við þekkjum Norður-Írana vel og það voru fínir leikir fyrir okkur. Ungverjaland er á svipuðum stað á heimslistanum og Belgía en ég þarf að kynna mér Ungverjaland því ég veit lítið um þær og sama má segja um Búlgaríu," segir Sigurður Ragnar um væntanlega mótherja íslenska liðsins. „Við vorum pínu óheppnin með liðin í neðri styrkleikaflokkunum því þar fengum við yfirleitt sterkustu liðin. Þetta hefði getað farið betur og hefði getað farið verr og ég er bara sæmilega ánægður með riðilinn. Ég held að við eigum fína möguleika," sagði Sigurður Ragnar og stefnan hefur verið sett á að komast aftur í úrslitakeppnin. „Við ætlum að standa okkur og reynum að komast aftur í lokakeppni. Ég held að það sé markmiðið hjá okkur öllum. Það er gaman að fá að mæta mörgum nýjum þjóðum sem við höfum ekki verið að spila við undanfarin ár," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Það er plús fyrir okkur líka og það skiptir líka máli að þetta eru ekki alltof slæm ferðlög. Klara hafði áhyggjur af því að við færum til Kasakstan eða eitthvað en við losnuðum við það. þetta er bara spennandi," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, var nokkuð sáttur með riðil Íslands í undankeppni EM 2013 en dregið var í dag. Ísland er í riðli með Noregi (7. sæti á FIFA-listanum), Belgíu (35.), Ungverjalandi (31.), Norður Írlandi (64.) og Búlgaríu (49.). „Ég er alveg ágætlega sáttur og þetta er tiltölulega þægilegt upp á ferðlög að gera. Við hefðum getað verið bæði heppnari og óheppnari með lið í fyrsta styrkleikaflokki en við höfum verið að spila jafna leiki á móti Noregi og mér lýst ágætlega á það að mæta þeim. Það hafa mikla reynslu og komast yfirleitt alltaf áfram en við ætlum að snúa því við," sagði Sigurður Ragnar. „Við erum síðan að fara að spila við Belgíu sem er þjóð sem við höfum ekki spilað við undir minni stjórn. Ég spilaði sjálfur í Belgíu þannig að það gæti verið gaman," sagði Sigurður Ragnar sem lék með Harelbeke í Belgíu frá 2000 til 2001. „Við þekkjum Norður-Írana vel og það voru fínir leikir fyrir okkur. Ungverjaland er á svipuðum stað á heimslistanum og Belgía en ég þarf að kynna mér Ungverjaland því ég veit lítið um þær og sama má segja um Búlgaríu," segir Sigurður Ragnar um væntanlega mótherja íslenska liðsins. „Við vorum pínu óheppnin með liðin í neðri styrkleikaflokkunum því þar fengum við yfirleitt sterkustu liðin. Þetta hefði getað farið betur og hefði getað farið verr og ég er bara sæmilega ánægður með riðilinn. Ég held að við eigum fína möguleika," sagði Sigurður Ragnar og stefnan hefur verið sett á að komast aftur í úrslitakeppnin. „Við ætlum að standa okkur og reynum að komast aftur í lokakeppni. Ég held að það sé markmiðið hjá okkur öllum. Það er gaman að fá að mæta mörgum nýjum þjóðum sem við höfum ekki verið að spila við undanfarin ár," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Það er plús fyrir okkur líka og það skiptir líka máli að þetta eru ekki alltof slæm ferðlög. Klara hafði áhyggjur af því að við færum til Kasakstan eða eitthvað en við losnuðum við það. þetta er bara spennandi," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira