Vettl framlengdi samning við Red Bull til loka ársins 2014 14. mars 2011 12:34 Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel og Helmut Marko, sérlegur ráðgafji Red Bull í akstursíþróttum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum. Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira