Viktor: Vill alltaf gera betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2011 08:30 Bræðurnir Róbert og Viktor (til hægri) Kristmannssynir. Mynd/Daníel Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér." Innlendar Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér."
Innlendar Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira