Hispania afhjúpaði 2011 keppnisbílinn 11. mars 2011 15:20 Narain Kartikeyan og Vinatonio Liuzzi svipta hulunni af 2011 bíl Hispania liðsins. Mynd: Hispania F1 Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira