Lewis Hamilton í kvikmynd frá Disney 29. mars 2011 08:23 Lewis Hamilton verður hluti af nýrri kvikmynd frá Walt Disney samsteypunni sem nefnist Cars 2 og er teiknimynd. Myndin er sjálfstætt framhald af myndinni Cars, sem varð mjög vinsæl þegar hún var sýnd árið 2006. Owen Wilson, kvikmyndastjarna í Hollywood les inn á aðal karakter myndarinnar, sem kallast Lightning McQueen samkvæmt frétt á bbcsport.co.uk. Myndin er framleidd af Pixar fyrirtækinu, sem er undir hatti Disney. Myndin fjallar um ferðalag keppenda í móti sem á að skera úr um hver er fljótasti bíll heims og bíll með rödd Hamiltons er tengd einum keppanda. Ferðast er um Evrópu og Japan og bíll Hamiltons í myndinni má sjá hér. Hamilton réð nýlega Simon Fuller og fyrirtæki hans sem umboðsaðila sinn, en Fuller er stofnandi stjörnuleitarinnar, sem sýnd er á Stöð 2. Önnur kvikmynd er væntanleg á markað í Evrópu, en það er mynd um goðsögnina Ayrton Senna frá Brasilíu, sem lést á sviplegan hátt í keppni á Ítalíu árið 2004. Myndin hefur fengið góða dóma og fjallar um líf Senna á kappakstursbrautinni, en hann lést þegar bíll hans fór útaf á mikilli ferð. Í réttarhöldum útaf slysinu á Ítalíu var niðurstaða dómarans sú að Senna hefði farið útaf vegna þess að stýrisbúnaður í bíl hans brotnaði. Slys Senna var mikið áfall fyrir Frank Williams, en Senna gekk árið sem hann lést til liðs við Williams liðið og var í forystu í mótinu á Ítalíu í miklu kappi við Michael Schumacher þegar hann lést. Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton verður hluti af nýrri kvikmynd frá Walt Disney samsteypunni sem nefnist Cars 2 og er teiknimynd. Myndin er sjálfstætt framhald af myndinni Cars, sem varð mjög vinsæl þegar hún var sýnd árið 2006. Owen Wilson, kvikmyndastjarna í Hollywood les inn á aðal karakter myndarinnar, sem kallast Lightning McQueen samkvæmt frétt á bbcsport.co.uk. Myndin er framleidd af Pixar fyrirtækinu, sem er undir hatti Disney. Myndin fjallar um ferðalag keppenda í móti sem á að skera úr um hver er fljótasti bíll heims og bíll með rödd Hamiltons er tengd einum keppanda. Ferðast er um Evrópu og Japan og bíll Hamiltons í myndinni má sjá hér. Hamilton réð nýlega Simon Fuller og fyrirtæki hans sem umboðsaðila sinn, en Fuller er stofnandi stjörnuleitarinnar, sem sýnd er á Stöð 2. Önnur kvikmynd er væntanleg á markað í Evrópu, en það er mynd um goðsögnina Ayrton Senna frá Brasilíu, sem lést á sviplegan hátt í keppni á Ítalíu árið 2004. Myndin hefur fengið góða dóma og fjallar um líf Senna á kappakstursbrautinni, en hann lést þegar bíll hans fór útaf á mikilli ferð. Í réttarhöldum útaf slysinu á Ítalíu var niðurstaða dómarans sú að Senna hefði farið útaf vegna þess að stýrisbúnaður í bíl hans brotnaði. Slys Senna var mikið áfall fyrir Frank Williams, en Senna gekk árið sem hann lést til liðs við Williams liðið og var í forystu í mótinu á Ítalíu í miklu kappi við Michael Schumacher þegar hann lést.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira