Rússinn Petrov þakklátur fyrir stuðning Renault 28. mars 2011 09:44 Sebastian Vettel og Vitaly Petrov fagna hvor öðrum í Melbourne í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný. "Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov. "Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum." "Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný. "Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov. "Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum." "Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira