Vettel: Gott að leggja línurnar með sigri í fyrsta mótinu 27. mars 2011 11:15 Sebastian Vettel fagnar sigri í Melbourne í dag og Lewis Hamilton öðru sætinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ánægður með sigurinn á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hóf titilvörnina með sigri. "Ég er mjög ánægður og þetta var góð helgi. Ég sat í góðum bíl og keppnin gekk vel. Það róaðist allt í lokin og Lewis pressaði ekki mikið, þannig að við réðum ferðinni", sagði Vettel eftir keppnina. "Ræsingin var lykilatriði og hún tókst vel hjá mér. Ég vissi ekki hvort það var nóg, en svo sá ég Lewis og Mark berjast um stöðu. Ég náði forskoti og hélt bilinu fram að fyrsta þjónustuhléinu." "Þegar dekkin voru orðin griplítil, þá náði Lewis að vinna tíma á mig. Ég lét skipta um dekk á réttum tíma. Eftir fyrsta hléið var mikilvægt að komast framhjá Jenson og það tókst. Í seinni hluta mótsins vissi ég ekki hver staðan var fyrir aftan Lewis, en ég náði svo að stjórna ferðinni á lokasprettinum." "Við lærðum heilmikið í dag og það var gott að mæta til leiks og leggja línurnar", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ánægður með sigurinn á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hóf titilvörnina með sigri. "Ég er mjög ánægður og þetta var góð helgi. Ég sat í góðum bíl og keppnin gekk vel. Það róaðist allt í lokin og Lewis pressaði ekki mikið, þannig að við réðum ferðinni", sagði Vettel eftir keppnina. "Ræsingin var lykilatriði og hún tókst vel hjá mér. Ég vissi ekki hvort það var nóg, en svo sá ég Lewis og Mark berjast um stöðu. Ég náði forskoti og hélt bilinu fram að fyrsta þjónustuhléinu." "Þegar dekkin voru orðin griplítil, þá náði Lewis að vinna tíma á mig. Ég lét skipta um dekk á réttum tíma. Eftir fyrsta hléið var mikilvægt að komast framhjá Jenson og það tókst. Í seinni hluta mótsins vissi ég ekki hver staðan var fyrir aftan Lewis, en ég náði svo að stjórna ferðinni á lokasprettinum." "Við lærðum heilmikið í dag og það var gott að mæta til leiks og leggja línurnar", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira