Formúla 1 send út í háskerpu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport um helgina 25. mars 2011 14:54 Myndver Stöðvar 2 Sport í Formúlu 1 útsendingu í fyrra. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður sent út í háskerpu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan, kappaksturinn og þátturinn Endamarkið verða í opinni dagskrá. Nítján mót eru á dagskrá í Formúlu 1 árið 2011 og spurning hvort mótið í Barein verður sett aftur á dagskrá. Því var frestað á dögunum vegna pólitísks ástands í landinu. Mótshaldarar hafa frest til 1. maí til að sækja um að halda mót að nýju á þessu ári. FOM rétthafi Formúlu 1 mun senda öll mót út beint í háskerpu eða HD eins og það er stundum kallað, en enski boltinn er sendur út í slíku formi á Stöð 2 Sport þegar tækifæri er til. Jón Ívarsson, tæknistjóri 365 segir að myndgæði útsendinga í HD geti verið allt að 40-50% meiri en í hefðbundnum útsendingum, ef réttur búnaður er til taks heima í stofu. Sérstakan myndlykil þarf til að taka á móti HD merkinu og HD sjónvarp, sem skilar þessum gæðum í hús. "Formúlan verður í háskerpu, um helgina og örugglega í fyrstu þremur mótunum. Þegar hún rekst á við skipulagðar HD útsendingar í enska boltann hvað tímasetningar varðar, þá verður hún ekki í HD", sagði Emilía Sighvatsdóttir, dagskrárstjóri á Stöð 2 Sport um væntanlegar útsendingar frá Formúlu 1. "Tímatakan, keppnin og þátturinn Endamarkið eru send út í opinni dagskrá og þegar um næturútsendingar er að ræða eins og um helgina, þá eru endursýningar líka sýndar í opinni dagskrá." Nú þegar er ljóst er að fyrstu þrjú Formúlu 1 mót ársins verða send út í háskerpu og sama verður með önnur mót sem skarast ekki á við HD útsendingar frá enska boltanum. Því ættu t.d. öll mót sumarsins í Formúlu 1 ættu að verða í háskerpu. Fyrsti Formúlu 1 þátturinn á Stöð 2 Sport verður á föstudagskvöld kl. 20:30, en þá verður samantekt frá tveimur æfingum Formúlu 1 liða í nótt. Á aðfaranótt laugardags verður bein útsending í frá þriðju æfingu kl. 02.55, tímatakan er kl. 05:45. Tímatakan er endursýnd kl. 12:00 á laugardag. Ítarlega verður fjallað um nýjungar í reglum og búnaði bílanna og nýja ökumenn í upphitun fyrir kappaksturinn og hefst upphitunin kl. 05:30 á sunnudag. Strax í kjölfarið fer kappaksturinn í gang. Eftir kappaksturinn er þátturinn Endmarkið, þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helsta sem gerðist í mótinu og skoða myndskeið af því lútandi. Áætluð útsending hans er kl. 08:00. Endursýning frá kappakstrinum er kl. 12:00 og Endmarkið fylgir í kjölfarið. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður sent út í háskerpu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan, kappaksturinn og þátturinn Endamarkið verða í opinni dagskrá. Nítján mót eru á dagskrá í Formúlu 1 árið 2011 og spurning hvort mótið í Barein verður sett aftur á dagskrá. Því var frestað á dögunum vegna pólitísks ástands í landinu. Mótshaldarar hafa frest til 1. maí til að sækja um að halda mót að nýju á þessu ári. FOM rétthafi Formúlu 1 mun senda öll mót út beint í háskerpu eða HD eins og það er stundum kallað, en enski boltinn er sendur út í slíku formi á Stöð 2 Sport þegar tækifæri er til. Jón Ívarsson, tæknistjóri 365 segir að myndgæði útsendinga í HD geti verið allt að 40-50% meiri en í hefðbundnum útsendingum, ef réttur búnaður er til taks heima í stofu. Sérstakan myndlykil þarf til að taka á móti HD merkinu og HD sjónvarp, sem skilar þessum gæðum í hús. "Formúlan verður í háskerpu, um helgina og örugglega í fyrstu þremur mótunum. Þegar hún rekst á við skipulagðar HD útsendingar í enska boltann hvað tímasetningar varðar, þá verður hún ekki í HD", sagði Emilía Sighvatsdóttir, dagskrárstjóri á Stöð 2 Sport um væntanlegar útsendingar frá Formúlu 1. "Tímatakan, keppnin og þátturinn Endamarkið eru send út í opinni dagskrá og þegar um næturútsendingar er að ræða eins og um helgina, þá eru endursýningar líka sýndar í opinni dagskrá." Nú þegar er ljóst er að fyrstu þrjú Formúlu 1 mót ársins verða send út í háskerpu og sama verður með önnur mót sem skarast ekki á við HD útsendingar frá enska boltanum. Því ættu t.d. öll mót sumarsins í Formúlu 1 ættu að verða í háskerpu. Fyrsti Formúlu 1 þátturinn á Stöð 2 Sport verður á föstudagskvöld kl. 20:30, en þá verður samantekt frá tveimur æfingum Formúlu 1 liða í nótt. Á aðfaranótt laugardags verður bein útsending í frá þriðju æfingu kl. 02.55, tímatakan er kl. 05:45. Tímatakan er endursýnd kl. 12:00 á laugardag. Ítarlega verður fjallað um nýjungar í reglum og búnaði bílanna og nýja ökumenn í upphitun fyrir kappaksturinn og hefst upphitunin kl. 05:30 á sunnudag. Strax í kjölfarið fer kappaksturinn í gang. Eftir kappaksturinn er þátturinn Endmarkið, þar sem sérfræðingar fara yfir allt það helsta sem gerðist í mótinu og skoða myndskeið af því lútandi. Áætluð útsending hans er kl. 08:00. Endursýning frá kappakstrinum er kl. 12:00 og Endmarkið fylgir í kjölfarið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira