Kona í búðarglugga Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. mars 2011 06:00 Í búðarglugga einum í Kringlunni er kona. Þetta er ekkert lítil og varnarlaus kona, nei hún er stærri en venjuleg kona og greinilega í þrusuformi. Hún er á hnjánum, eins og hún sé dauðþreytt að reyna að standa upp og horfir pínu stúrin á svipinn á fólkið sem gengur framhjá og dettur ekki í hug að hjálpa henni á fætur. Sem er synd því henni hlýtur að vera skítkalt, í örlitlum pallíettunærfötum einum fata um hávetur. Það mætti þó ætla að viðskiptavinir verslunarinnar hefðu einhvern áhuga á að koma blessaðri konunni á stjá. Hún er nefnilega aðalskona auglýsingaherferðar sem er beint gegn þeim. Þessari smáklæddu konu, sem lúin bisar við að komast á lappir, er ætlað það vandasama hlutverk að selja karlmönnum föt. Vandasama segi ég því að í þeirri baráttu má hún ekki sýna þeim nein föt, hvorki sín eigin né annarra. Hún má kenna þeim æfingar sem búa þá undir slagorð auglýsingaherferðarinnar sem sem útleggst lauslega á íslensku: „komdu þér í gríðargott líkamlegt ástand til að höndla allan hamaganginn sem bíður þín sumarið 2011." Og enn lauslegar: „Föt eru óþörf því þú verður aldrei í þeim hvort sem er ef þú gerir æfingarnar þínar. En keyptu þau samt." Ekkert skrýtið að konan sé þreytt. Á ljósbláu plakati bak við konuna má sjá litlar skýringarmyndir af henni í smágerðum hvítum íþróttafötum að kenna ýmsar æfingar sem miða að því að styrkja brjóst, rassa og læri. Á kennslumyndbandi sem tengist herferðinni sýnir hún nokkrar fleiri æfingar, eins og að skríða eins og köttur yfir heitan graut og að ýta frá sér forvitinni kind án þess að nota hendurnar. Þar er sérstökum viðskiptavinum líka lofað að hún muni sýna þeim hvernig á að sippa, hoppa á trampolíni og síðast en ekki síst: dansa súludans, sem hingað til hefur verið talið meira kvensport en ánægjulegt ef telst að glæða áhuga karlmanna á því líka. Það er vissulega frumlegt að heil auglýsingaherferð hjá fyrirtæki sem selur karlmannaföt skuli snúast um að næstum nakin kona reyni að sannfæra viðskiptavini um að föt séu óþörf. Nema það sé verið að gera lítið úr karlmönnum með því að álykta sem svo að það sé ekki hægt að vekja áhuga þeirra á einu eða neinu án þess að fáklædd kona komi við sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun
Í búðarglugga einum í Kringlunni er kona. Þetta er ekkert lítil og varnarlaus kona, nei hún er stærri en venjuleg kona og greinilega í þrusuformi. Hún er á hnjánum, eins og hún sé dauðþreytt að reyna að standa upp og horfir pínu stúrin á svipinn á fólkið sem gengur framhjá og dettur ekki í hug að hjálpa henni á fætur. Sem er synd því henni hlýtur að vera skítkalt, í örlitlum pallíettunærfötum einum fata um hávetur. Það mætti þó ætla að viðskiptavinir verslunarinnar hefðu einhvern áhuga á að koma blessaðri konunni á stjá. Hún er nefnilega aðalskona auglýsingaherferðar sem er beint gegn þeim. Þessari smáklæddu konu, sem lúin bisar við að komast á lappir, er ætlað það vandasama hlutverk að selja karlmönnum föt. Vandasama segi ég því að í þeirri baráttu má hún ekki sýna þeim nein föt, hvorki sín eigin né annarra. Hún má kenna þeim æfingar sem búa þá undir slagorð auglýsingaherferðarinnar sem sem útleggst lauslega á íslensku: „komdu þér í gríðargott líkamlegt ástand til að höndla allan hamaganginn sem bíður þín sumarið 2011." Og enn lauslegar: „Föt eru óþörf því þú verður aldrei í þeim hvort sem er ef þú gerir æfingarnar þínar. En keyptu þau samt." Ekkert skrýtið að konan sé þreytt. Á ljósbláu plakati bak við konuna má sjá litlar skýringarmyndir af henni í smágerðum hvítum íþróttafötum að kenna ýmsar æfingar sem miða að því að styrkja brjóst, rassa og læri. Á kennslumyndbandi sem tengist herferðinni sýnir hún nokkrar fleiri æfingar, eins og að skríða eins og köttur yfir heitan graut og að ýta frá sér forvitinni kind án þess að nota hendurnar. Þar er sérstökum viðskiptavinum líka lofað að hún muni sýna þeim hvernig á að sippa, hoppa á trampolíni og síðast en ekki síst: dansa súludans, sem hingað til hefur verið talið meira kvensport en ánægjulegt ef telst að glæða áhuga karlmanna á því líka. Það er vissulega frumlegt að heil auglýsingaherferð hjá fyrirtæki sem selur karlmannaföt skuli snúast um að næstum nakin kona reyni að sannfæra viðskiptavini um að föt séu óþörf. Nema það sé verið að gera lítið úr karlmönnum með því að álykta sem svo að það sé ekki hægt að vekja áhuga þeirra á einu eða neinu án þess að fáklædd kona komi við sögu.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun