Vettel: Erfitt að meta styrkleika keppinautanna 23. mars 2011 15:11 Sebastian Vettel lærði að rýja rollu á Warrock Cattle sveitabýlinu fyrir utan Melbourne í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira