Sport

Íslenska karate-landsliðið á leiðinni til Malmö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landslið Íslands í karate 2011.
Landslið Íslands í karate 2011. Mynd/Heimasíða Karatesambandsins
Íslenska landsliðið í Karate fer í keppnisferð á opna sænska meistaramótið sem fram fer í Malmö í Svíþjóð um helgina. Allt okkar landsliðsfólk í kata og kumite mun taka þátt í mótinu.

Yfir 700 keppendur eru skráðir til leiks frá 13 löndum og hefur mótið aldrei verið sterkara heldur en í ár.

Íslenska landsliðið í karate keppti á þessu sama móti fyrir ári síðan og kom heim með 12 verðlaun, þar af tvenn gullverðlaun. Ferðin á opna sænska meistaramótið er liður í undirbúning landsliðsins fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður 16-17 apríl í Tampere í Finnlandi.

Auk landsliðsins fara nokkrir íslenskir klúbbar með í ferðina til Malmö en hópurinn telur í heild um 25 keppendur ásamt liðsstjórum og dómurum.

Landslið Íslands í karate 2011(Sjá myndina fyrir ofan)

Efri röð frá vinstri: Andri Sveinsson landsliðsþjálfari í kumite, Arnór Ingi Sigurðsson, Elías Snorrason, Davíð Freyr Guðjónsson, Ragnar Eyþórsson, Kristján Helgi Carrasco, Jóhannes Gauti Óttarsson, Birkir Indriðason og Magnús Kr. Eyjólfsson landsliðsþjálfari í kata. 

Í neðri röð frá vinstri: Kristján Ó. Davíðsson, Kristín Magnúsdóttir, Telma Rut Frímannsdóttir, Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Heiðar Benediktsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×