Sport

U-18 lið Íslands bar sigur úr býtum í Mexíkó

U-18 lið Íslands fagnar sigrinum í Mexíkó.
U-18 lið Íslands fagnar sigrinum í Mexíkó.
Karlalandslið Íslands í íshokkí, skipað leikmönnum átján ára og yngri, gerði góða ferð til Mexíkó þar sem liðið bar sigur úr býtum í B-riðli 3. deildar heimsmeistarakeppninnar.

Ísland vann Mexíkó í úrslitaviðureigninni, 4-3, eftir vítakeppni og þar með sæti í 2. deild á næsta ári.

Andri Már Helgason var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum en Jóhann Már Leifsson besti leikmaður Íslands á mótinu. Ingólfur Tryggvi Elíasson var svo valinn besti varnarmaður mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×