Eigandi Sauber ánægður með fyrsta mót Sergio Perez frá Mexíkó 31. mars 2011 10:22 Sergio Perez frá Mexíkó er nýliði í Formúlu 1 og ekur með Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt." Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt."
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira