Masters: McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. apríl 2011 13:15 Rory McIlroy er ein "heitasta stjarnan“ í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. AP Rory McIlroy er ein „heitasta stjarnan" í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros. McIlroy vonast til þess að hann hafi lært af slæmri reynslu sinni frá Opna breska meistaramótinu á síðasta ári þar sem hann var efstur á 63 höggum að loknum fyrsta hringum á St. Andrews í Skotlandi en hann gerði út um vonir sínar á öðrum hringum sem hann lék á 80 höggum. „Ég upplifði mikil vonbrigði eftir þann hring en eftir á að hyggja þá held ég að hafi lært gríðarlega mikið – og þetta mótlæti er hluti af því að þroskast sem atvinnukylfingur. Ég get lært af þeirri reynslu og ég veit hvernig tilfinning það er að leika á risamóti og vera í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn," sagði McIlroy en hann gerði engin mistök á fyrsta hringnum þar sem hann fékk 7 fugla og aðrar brautir lék hann á pari. „Ég hefði vel getað leikið betur, ég fékk tækifærin til þess, en þetta var góð byrjun. Mér líður vel og vonandi get ég haldið áfram að leika vel," sagði McIlroy. Mastersmótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst útsendingin í kvöld kl. 19.00.Staðan að loknum fyrsta keppnisdegi: Par 72:65 Rory McIlroy, Alvaro Quiros 67 K J Choi, Y.E. Yang 68 Ricky Barnes, Matt Kuchar 69 Trevor Immelman, Charl Schwartzel, Ross Fisher, Sergio Garcia, Gary Woodland, Geoff Ogilvy, Brandt Snedeker 70 Retief Goosen, Kyung-Tae Kim, Hiroyuki Fujita, Phil Mickelson, Sean O'Hair, Paul Casey, Camilo Villegas, Rickie Fowler, Gregory Havret, Ryan Moore 71 Ryo Ishikawa, Tiger Woods, Miguel Angel Jimenez, Ryan Palmer, Stewart Cink, Angel Cabrera, Fred Couples 72 Steve Stricker, Nick Watney, Hideki Matsuyama, Adam Scott, Anders Hansen, David Toms, Heath Slocum, Jason Day, Alex Cejka, Peter Hanson, D.A. Points, Robert Karlsson, David Chung, Peter Uihlein, Jim Furyk, Luke Donald, Jhonattan Vegas, Lee Westwood 73 Zach Johnson, Jeff Overton, Bubba Watson, Jin Jeong, Jose-Maria Olazabal, Kevin Na, Anthony Kim, Ben Crane, Justin Rose, Bo Van Pelt, Jonathan Byrd, Sandy Lyle (Sco), Tim Clark, Larry Mize, Jason Bohn 74 Jerry Kelly, Charley Hoffman, Rory Sabbatini, Graeme McDowell, Dustin Johnson, Steve Marino, Bill Haas, Yuta Ikeda, Martin Laird, Ian Poulter, Edoardo Molinari75 Francesco Molinari, Nathan Smith, Davis Love III, Lucas Glover, Lodewicus Oosthuizen, Kevin Streelman, Aaron Baddeley, Hunter Mahan, Robert Allenby, Ernie Els, Carl Pettersson, Stuart Appleby 76 Vijay Singh, Mike Weir, Lion Kim, Mark Wilson 77 Mark O'Meara, Padraig Harrington 78 Ian Woosnam, Ben Crenshaw, Martin Kaymer 79 Tom Watson 80 Arjun Atwal, Craig Stadler83 Henrik Stenson Golf Tengdar fréttir Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. 8. apríl 2011 11:45 Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. 8. apríl 2011 01:00 Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. 6. apríl 2011 19:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er ein „heitasta stjarnan" í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros. McIlroy vonast til þess að hann hafi lært af slæmri reynslu sinni frá Opna breska meistaramótinu á síðasta ári þar sem hann var efstur á 63 höggum að loknum fyrsta hringum á St. Andrews í Skotlandi en hann gerði út um vonir sínar á öðrum hringum sem hann lék á 80 höggum. „Ég upplifði mikil vonbrigði eftir þann hring en eftir á að hyggja þá held ég að hafi lært gríðarlega mikið – og þetta mótlæti er hluti af því að þroskast sem atvinnukylfingur. Ég get lært af þeirri reynslu og ég veit hvernig tilfinning það er að leika á risamóti og vera í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn," sagði McIlroy en hann gerði engin mistök á fyrsta hringnum þar sem hann fékk 7 fugla og aðrar brautir lék hann á pari. „Ég hefði vel getað leikið betur, ég fékk tækifærin til þess, en þetta var góð byrjun. Mér líður vel og vonandi get ég haldið áfram að leika vel," sagði McIlroy. Mastersmótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst útsendingin í kvöld kl. 19.00.Staðan að loknum fyrsta keppnisdegi: Par 72:65 Rory McIlroy, Alvaro Quiros 67 K J Choi, Y.E. Yang 68 Ricky Barnes, Matt Kuchar 69 Trevor Immelman, Charl Schwartzel, Ross Fisher, Sergio Garcia, Gary Woodland, Geoff Ogilvy, Brandt Snedeker 70 Retief Goosen, Kyung-Tae Kim, Hiroyuki Fujita, Phil Mickelson, Sean O'Hair, Paul Casey, Camilo Villegas, Rickie Fowler, Gregory Havret, Ryan Moore 71 Ryo Ishikawa, Tiger Woods, Miguel Angel Jimenez, Ryan Palmer, Stewart Cink, Angel Cabrera, Fred Couples 72 Steve Stricker, Nick Watney, Hideki Matsuyama, Adam Scott, Anders Hansen, David Toms, Heath Slocum, Jason Day, Alex Cejka, Peter Hanson, D.A. Points, Robert Karlsson, David Chung, Peter Uihlein, Jim Furyk, Luke Donald, Jhonattan Vegas, Lee Westwood 73 Zach Johnson, Jeff Overton, Bubba Watson, Jin Jeong, Jose-Maria Olazabal, Kevin Na, Anthony Kim, Ben Crane, Justin Rose, Bo Van Pelt, Jonathan Byrd, Sandy Lyle (Sco), Tim Clark, Larry Mize, Jason Bohn 74 Jerry Kelly, Charley Hoffman, Rory Sabbatini, Graeme McDowell, Dustin Johnson, Steve Marino, Bill Haas, Yuta Ikeda, Martin Laird, Ian Poulter, Edoardo Molinari75 Francesco Molinari, Nathan Smith, Davis Love III, Lucas Glover, Lodewicus Oosthuizen, Kevin Streelman, Aaron Baddeley, Hunter Mahan, Robert Allenby, Ernie Els, Carl Pettersson, Stuart Appleby 76 Vijay Singh, Mike Weir, Lion Kim, Mark Wilson 77 Mark O'Meara, Padraig Harrington 78 Ian Woosnam, Ben Crenshaw, Martin Kaymer 79 Tom Watson 80 Arjun Atwal, Craig Stadler83 Henrik Stenson
Golf Tengdar fréttir Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. 8. apríl 2011 11:45 Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. 8. apríl 2011 01:00 Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. 6. apríl 2011 19:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. 8. apríl 2011 11:45
Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. 8. apríl 2011 01:00
Masters: Rástímarnir fyrstu tvo keppnisdagana Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á Mastersmótinu í golfi, verður í ráshóp með Geoff Ogilvy og áhugamanninum Peter Uihlein á fyrstu tveimur keppnisdögunum á fyrsta risamóti ársins. Uihlein sigraði á opna bandaríska áhugamannamótinu á síðasta ári og samkvæmt venju fær hann þann heiður að leika með sigurvegaranum á Mastersmótinu þegar hann hefur titilvörnina. 6. apríl 2011 19:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti