Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. apríl 2011 01:00 Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. AP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira