Fá Karthikeyan og Liuzzi að keppa í Malasíu? 5. apríl 2011 17:07 Viantonio Liuzzi í tímatöku í fyrsta móti ársins, sem var í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira