Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 15:45 Phil Mickelson lék frábærlega í gær. Nordic Photos/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira