Button: Erfiðasta mótið í Malasíu 1. apríl 2011 11:50 Jenson Button segir að menn verði að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi í mótinu í Malasíu. Mynd: Getty Images/Clive Mason Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira