Enginn uppgjöf hjá Webber 18. apríl 2011 14:42 Mark Webber á Sjanghæ brautinni í Kína. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira