Hamilton heppinn að komast á ráslínuna á leið sinni til sigurs 17. apríl 2011 20:21 Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sigur Lewis Hamilton í dag í Sjanghæ í Kína stöðvaði sigurgöngu Sebastian Vettel í Formúlu 1. Vettel hafði unnið bæði mót ársins, og auk þess tvö síðustu mót síðasta keppnistímabils á leið sinni til meistaratitilsins. Horfur eru á því að sömu fimm ökumenn og börðust um meistaratitilinn í fyrra verði í titilbaráttunni á þessu ári. Auk Vettels og Hamilton, þeir Jenson Button, Mark Webber og Fernando Alonso. Þá er spurning hvort Michael Schumacher, Nico Rosberg og Felipe Massa geti blandað sér í slag um sigur í einstökum mótum. Hamilton var lánsamur fyrir ræsingu mótsins í dag, sökum þess að hann rétt náði að komst á ráslínuna, eftir að undirbúningur McLaren liðsins gekk ekki sem skyldi. Ökumenn eiga vera mættir með bíla sína á réttan rásstað 15 mínútum fyrir ræsingu. Hamilton rétt náði þessu marki og munaði 30 sekúndum á því að hann þyrfti að ræsa af stað af þjónustusvæðinu. Þá hefði hann vart náð að skáka Vettel og Red Bull. "Fyrir ræsinguna, þá sat ég í bílnum (í bílskýlinu), en hann fór ekki í gang. Ég vildi ekki stressa samstarfsmenn mína og vildi vera rólegur. En loks þegar ég gat yfirgefið bílskýlið þá fylgdist ég með ljósinu sem segir til um hvort keyra megi inn á brautina. Ég vonaði að það yrði ekki rautt og það gerðist ekki. Ég hef aldrei verið svona tæpur", sagði Hamilton um hasarinn þegar hann kom sér á ráslínuna. Hann ók á rásstaðinn og ræsti þriðji af stað og komst strax framúr Vettel ásamt Jenson Button, sem leiddi mótið til að byrja með. McLarlren liðið hagaði sinni keppnisáætlun betur og tók 3 þjónustuhlé og nýttu dekkin til fullnustu. "Það er sjaldgæft að upplifa baráttu eins og í dag. Ég varð að hugsa um hugsa og meta stöðuna og ég elska svona viðureign og að fara framúr keppinautum er sætt", sagði Hamilton. Hann fór framúr mörgum bílum á lokasprettinum og var sjóðheitur þegar hann lagðist til atlögu við Vettel. Sá raunverulega við honum á óvenjulegum stað, sem trúlega hefur komið Vettel í opna skjöldu. Vettel var í vandræðum með slitinn dekk. "Það var erfitt að komast framhjá Sebastian, þó hann væri farinn að hægja ferðina. Hann hélt sínu og ég vildi komast framúr honum annars staðar en á beinasta kaflanum. Ég bjóst ekki við því að komast framúr honum, þar sem það gerðist. Ég lét vaða og það tókst", sagði Hamilton. Formúlu 1 mótaröðin færist nú til Evrópu, eftir mót á fjarlægum slóðum fyrir keppnislið, sem öll eru staðsett í Evrópu, flest í Englandi. "Ef horft er á þessu fyrstu mót, þá er magnað að vera á bíl sem er samkeppnisfær. Við þurfum að minnka gæðalegt forskot Red Bull", sagði Hamilton. "Við vorum með betri keppnisáætlun en Red Bull í dag og við munum keppa af hörku í mótunum í Evrópumótunum. Ég er stoltur og þetta er einn af þremur bestu mótssigrum mínum á ferlinum, auk Silverstone og Mónakó 2008. Ég vaki og sofi til að sigra. Elska að vinna og gæti verið hamingjusamari", sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Sigur Lewis Hamilton í dag í Sjanghæ í Kína stöðvaði sigurgöngu Sebastian Vettel í Formúlu 1. Vettel hafði unnið bæði mót ársins, og auk þess tvö síðustu mót síðasta keppnistímabils á leið sinni til meistaratitilsins. Horfur eru á því að sömu fimm ökumenn og börðust um meistaratitilinn í fyrra verði í titilbaráttunni á þessu ári. Auk Vettels og Hamilton, þeir Jenson Button, Mark Webber og Fernando Alonso. Þá er spurning hvort Michael Schumacher, Nico Rosberg og Felipe Massa geti blandað sér í slag um sigur í einstökum mótum. Hamilton var lánsamur fyrir ræsingu mótsins í dag, sökum þess að hann rétt náði að komst á ráslínuna, eftir að undirbúningur McLaren liðsins gekk ekki sem skyldi. Ökumenn eiga vera mættir með bíla sína á réttan rásstað 15 mínútum fyrir ræsingu. Hamilton rétt náði þessu marki og munaði 30 sekúndum á því að hann þyrfti að ræsa af stað af þjónustusvæðinu. Þá hefði hann vart náð að skáka Vettel og Red Bull. "Fyrir ræsinguna, þá sat ég í bílnum (í bílskýlinu), en hann fór ekki í gang. Ég vildi ekki stressa samstarfsmenn mína og vildi vera rólegur. En loks þegar ég gat yfirgefið bílskýlið þá fylgdist ég með ljósinu sem segir til um hvort keyra megi inn á brautina. Ég vonaði að það yrði ekki rautt og það gerðist ekki. Ég hef aldrei verið svona tæpur", sagði Hamilton um hasarinn þegar hann kom sér á ráslínuna. Hann ók á rásstaðinn og ræsti þriðji af stað og komst strax framúr Vettel ásamt Jenson Button, sem leiddi mótið til að byrja með. McLarlren liðið hagaði sinni keppnisáætlun betur og tók 3 þjónustuhlé og nýttu dekkin til fullnustu. "Það er sjaldgæft að upplifa baráttu eins og í dag. Ég varð að hugsa um hugsa og meta stöðuna og ég elska svona viðureign og að fara framúr keppinautum er sætt", sagði Hamilton. Hann fór framúr mörgum bílum á lokasprettinum og var sjóðheitur þegar hann lagðist til atlögu við Vettel. Sá raunverulega við honum á óvenjulegum stað, sem trúlega hefur komið Vettel í opna skjöldu. Vettel var í vandræðum með slitinn dekk. "Það var erfitt að komast framhjá Sebastian, þó hann væri farinn að hægja ferðina. Hann hélt sínu og ég vildi komast framúr honum annars staðar en á beinasta kaflanum. Ég bjóst ekki við því að komast framúr honum, þar sem það gerðist. Ég lét vaða og það tókst", sagði Hamilton. Formúlu 1 mótaröðin færist nú til Evrópu, eftir mót á fjarlægum slóðum fyrir keppnislið, sem öll eru staðsett í Evrópu, flest í Englandi. "Ef horft er á þessu fyrstu mót, þá er magnað að vera á bíl sem er samkeppnisfær. Við þurfum að minnka gæðalegt forskot Red Bull", sagði Hamilton. "Við vorum með betri keppnisáætlun en Red Bull í dag og við munum keppa af hörku í mótunum í Evrópumótunum. Ég er stoltur og þetta er einn af þremur bestu mótssigrum mínum á ferlinum, auk Silverstone og Mónakó 2008. Ég vaki og sofi til að sigra. Elska að vinna og gæti verið hamingjusamari", sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira