Sport

Þróttur Neskaupstað Íslandsmeistari í blaki kvenna

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Þróttur frá Neskaupstað varð í dag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir að hafa lagt HK 3-2 í oddaleik í úrslitum Íslandsmótsins.
Þróttur frá Neskaupstað varð í dag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir að hafa lagt HK 3-2 í oddaleik í úrslitum Íslandsmótsins. Heimasíða Þróttar Nes.
Þróttur frá Neskaupsstað varð í dag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir að hafa lagt HK 3-2 í oddaleik í úrslitum Íslandsmótsins. Þróttur hefur unnið alla titla sem voru í boði í blakinu í vetur og oddaleikurinn í dag var æsispennandi.

HK vann fyrstu lotuna 25-17 en Þróttur jafnaði með því vinna næstu hrinu með fjögurra stiga mun, 25-21. Gestirnir úr Kópavogi náðu að komast aftur yfir með því að vinna þriðju hrinuna 25-19 og Þróttur svaraði með 25-22 sigri í fjórðu hrinu. Í oddalotunni sigraði Þróttur 15-10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×