Úrslitin á Íslandsmótinu í skvassi ráðast í dag en keppnin fer fram í húskynnum Veggsports, Stórhöfða 17. Til úrslita í karlaflokki leika þeir Róbert Fannar Halldórsson og Þorbjörn Jónsson og hefst úrslitaleikurinn kl. 16.00.
Í kvennaflokknum eigast við Rósa Jónsdóttir og Dagný Ívarsdóttir og hefst sá leikur kl. 15.00. Rósa tók einnig þátt í riðlakeppninni í karlaflokknum en þar tapaði hún 3-0 í fyrstu umferð gegn Halldóri Magnússyni.
Róbert sigraði Halldór Magnússon í undanúrslitum 3-1. Þorbjörn lagði Heimi Helgason 3-1 í hinni undanúrslitaviðureigninni. Halldór og Heimir eigast við í leik um bronsverðlaunin og hefst hann kl. 14.30.
Hægt er að horfa á beina útsendingu á netinu frá mótinu með því að smella hér.
Skvass.is
Úrslitin á Íslandsmótinu í skvassi ráðast í dag
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn