Vettel: Lánsamir að vera fremstir 14. apríl 2011 14:41 Vettel meðal kínverskra áhugamanna um Formúlu 1 í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í nótt og verður sýnd samantekt frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.00 annað kvöld, en þriðja æfing og tímataka er á aðfaranótt laugardags, en kappaksturinn á aðfaranótt sunnudags. Þessir viðburðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Líklegt er að dekkjamál hafi áhrif á getu keppenda, auk veðursins sem Vettel minntist á að gæti verið áhrifavaldur. "Við munum finna út úr því á æfingum hvernig dekkin virka, en svipaðar aðstæður og í Malasíu gætu verið upp á teningnum. Þetta er annars konar braut og það er kaldara í veðri, minni raki, en dekkin verða mikilvægur þáttur", sagði Vettel í dag. Hann sagði einni að fjöldi þjónustuhléa myndi skipta máli á sunnudag, þegar keppni fer fram. Hann telur Ferrari, McLaren og Mercedes keppinauta Red Bull um helgina. "Það eru bara tvö mót búinn á árinu og við höfum verið lánsamir að vera fremstir. McLaren hafa verið með öflugan bíl. Ferrari menn voru fljótir á vetraræfingum og líka Mercedes, sérstaklega í lokin. Það eru bara tvö mót búinn og hlutirnir eru fljótir að breytast eins og við sáum í fyrra. "Sumar brautir henta okkar bíl betur en aðrar, ef að líkum lætur. Við sjáum hvað setur. Við einbeitum okkur að því sem við erum að gera og gerum okkar besta. Vonandi verðum við meðal þeirra fremstu á ný", sagði Vettel.Sjá brautarlýsingu og dagskrá útsendinga Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í nótt og verður sýnd samantekt frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.00 annað kvöld, en þriðja æfing og tímataka er á aðfaranótt laugardags, en kappaksturinn á aðfaranótt sunnudags. Þessir viðburðir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Líklegt er að dekkjamál hafi áhrif á getu keppenda, auk veðursins sem Vettel minntist á að gæti verið áhrifavaldur. "Við munum finna út úr því á æfingum hvernig dekkin virka, en svipaðar aðstæður og í Malasíu gætu verið upp á teningnum. Þetta er annars konar braut og það er kaldara í veðri, minni raki, en dekkin verða mikilvægur þáttur", sagði Vettel í dag. Hann sagði einni að fjöldi þjónustuhléa myndi skipta máli á sunnudag, þegar keppni fer fram. Hann telur Ferrari, McLaren og Mercedes keppinauta Red Bull um helgina. "Það eru bara tvö mót búinn á árinu og við höfum verið lánsamir að vera fremstir. McLaren hafa verið með öflugan bíl. Ferrari menn voru fljótir á vetraræfingum og líka Mercedes, sérstaklega í lokin. Það eru bara tvö mót búinn og hlutirnir eru fljótir að breytast eins og við sáum í fyrra. "Sumar brautir henta okkar bíl betur en aðrar, ef að líkum lætur. Við sjáum hvað setur. Við einbeitum okkur að því sem við erum að gera og gerum okkar besta. Vonandi verðum við meðal þeirra fremstu á ný", sagði Vettel.Sjá brautarlýsingu og dagskrá útsendinga
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira