Vettel: Gæti ekki verið hamingjusamari 10. apríl 2011 19:02 Sebastian Vettel var ánægður með árangur dagsins. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. „Ræsingin var mikilvæg. Ég taldi mig byrja mjög vel, en þá sá ég Lewis gera sig líklegan fyrir aftan mig. Ég var hissa á leið að fyrstu beygju, þar sem ég sá svartan hlut í speglinum. Ég vissi að það var Lotus. Ég gat skilið mig frá hópnum, skref fyrir skref", sagði Vettel um fyrstu hringina í Malasíu í dag. Vettel er efstur að stigum með 50 stig, Jenson Button er með 26, Lewis Hamilton 24 og Mark Webber 22. „Keppnin núna var allt öðruvísi en fyrir tveimur vikum. Það var meira jafnræði og fleiri þjónustuhlé vegna dekkjaslits. Maður vill ekki vera fyrstur í þjónustuhlé og taka sem fæst, en vill ekki að aðrir nái sér í nýrri dekk og vinni tíma á þig." „Þetta var ekki auðveld keppni. Ég er mjög ánægður með árangurinn í dag. Ég elska það sem ég geri og gæti ekki verið ánægðari á þessum tímapunkti. Þetta var jafnt og við verðum að halda ró okkar og halda áfram af kappi, sem strákarnir vita að er rétta leiðin. Ég hef ekki áhyggjur. Núna er að njóta og vera stoltur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. „Ræsingin var mikilvæg. Ég taldi mig byrja mjög vel, en þá sá ég Lewis gera sig líklegan fyrir aftan mig. Ég var hissa á leið að fyrstu beygju, þar sem ég sá svartan hlut í speglinum. Ég vissi að það var Lotus. Ég gat skilið mig frá hópnum, skref fyrir skref", sagði Vettel um fyrstu hringina í Malasíu í dag. Vettel er efstur að stigum með 50 stig, Jenson Button er með 26, Lewis Hamilton 24 og Mark Webber 22. „Keppnin núna var allt öðruvísi en fyrir tveimur vikum. Það var meira jafnræði og fleiri þjónustuhlé vegna dekkjaslits. Maður vill ekki vera fyrstur í þjónustuhlé og taka sem fæst, en vill ekki að aðrir nái sér í nýrri dekk og vinni tíma á þig." „Þetta var ekki auðveld keppni. Ég er mjög ánægður með árangurinn í dag. Ég elska það sem ég geri og gæti ekki verið ánægðari á þessum tímapunkti. Þetta var jafnt og við verðum að halda ró okkar og halda áfram af kappi, sem strákarnir vita að er rétta leiðin. Ég hef ekki áhyggjur. Núna er að njóta og vera stoltur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira