Whimarsh telur að framþróun McLaren geti fært liðinu titilinn 29. apríl 2011 16:23 Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren Formúlu 1 liðsins. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn