Sport

Jón Margeir setti heimsmet

Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson setti í morgun heimsmet í 800 metra skriðsundi í flokki S14 þegar hann synti á tímanum 9.07,25 mín. Gamla heimsmetið var 9.07,55 mín en í þessu sama sundi á millitíma í 400 metra skriðsundi setti hann nýtt Íslandsmest á 4.32,38mín.

Jón Margeir syndir fyrir Ösp/Fjölni og er nú staddur á opna þýska meistaramótinu og kann greinilega svona fantavel við sig í Þýskalandi.

Þess má þó geta að 800 metra skriðsund er ekki í boði á Ólympíumóti fatlaðra 2012 heldur mun þroskahömluðum aðeins gefast kostur á þremur keppnisgreinum í sundi í London, 800 metra skriðsund er ekki á meðal þeirra greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×