Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR voru sigurvegarar í 96. Víðavangshlaup ÍR sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur á Sumardaginn fyrsta. 370 hlauparar á öllum aldri tóku þátt þrátt fyrir leiðinda veður en hlaupið er liður í Powerade mótaröðinni.
Arndís Ýr hljóp á tímanum 18:31 mínútum en Þórólfur Ingi á tímanum 17:16 mínútum.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í 2. sæti hjá konunum á 18:46 mínútum og Jóhanna Skúladóttir var þriðja á 19:06 mínútum.
Í karlaflokki varð Örvar Steingrímsson Breiðablik annar á 17:26 mínútum og Hafsteinn Óskarsson ÍR kom síðan þriðji í mark á 17:33 mínútum.
Arndís Ýr og Þórólfur Ingi unnu 96. Víðavangshlaup ÍR
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti