Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu 8. maí 2011 09:44 Nico Rosberg og Lewis Hamilton ræsa af stað fyrir aftan Sebastian Vettel og Mark Webber í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag. Ég er ánægður með stöðuna og það er gott að sjá framfarir liðsins í samanburði við hvar við vorum staddir í fyrsta móti ársins. Við erum búnir að læra af mistökum okkar og ég er ánægður með þriðja sæti á ráslínu. Við viljum þó vera enn framar. Það eru allir að leggja hart að sér", sagði Rosberg á fréttamannafundi eftir tímatökuna í gær. Rosberg er með tvo McLaren bíla fyrir aftan sig og var spurður að því hvort hann ætlaði að sækja eða verjast í ræsingunni. Eða hvorutveggja. Nei. Ég ætla að eiga flugstart, því ég er á hreinni hluta brautarinnar og ætla framúr Mark og svo sjaúm við til. Red Bull er fljótari í augnablikinu, en við erum með góða keppnisáætlun. Þá eigum við aukagang af mjúkum dekkjum, því ég notaði ekki öll dekk í boði í tímatökunni. Það mun hjálpa mér mikið í keppninni. Ég er sannfærður um að við munu gera góða hluti. Hve góða verður að koma í ljós", sagði Rosberg.Brautarlýsing frá Istanbúl Park Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag. Ég er ánægður með stöðuna og það er gott að sjá framfarir liðsins í samanburði við hvar við vorum staddir í fyrsta móti ársins. Við erum búnir að læra af mistökum okkar og ég er ánægður með þriðja sæti á ráslínu. Við viljum þó vera enn framar. Það eru allir að leggja hart að sér", sagði Rosberg á fréttamannafundi eftir tímatökuna í gær. Rosberg er með tvo McLaren bíla fyrir aftan sig og var spurður að því hvort hann ætlaði að sækja eða verjast í ræsingunni. Eða hvorutveggja. Nei. Ég ætla að eiga flugstart, því ég er á hreinni hluta brautarinnar og ætla framúr Mark og svo sjaúm við til. Red Bull er fljótari í augnablikinu, en við erum með góða keppnisáætlun. Þá eigum við aukagang af mjúkum dekkjum, því ég notaði ekki öll dekk í boði í tímatökunni. Það mun hjálpa mér mikið í keppninni. Ég er sannfærður um að við munu gera góða hluti. Hve góða verður að koma í ljós", sagði Rosberg.Brautarlýsing frá Istanbúl Park
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira