Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2011 20:18 Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur. Ný stjórn var kosin á þinginu og kemur Rúnar Birgir Gíslason nýr inn í stjórn. Aðrir sem voru kosnir í stjórnina hafa setið þar áður en þau eru Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Páll Kolbeinsson og Lárus Ingi Friðfinnsson. Í varastjórn voru Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson kosin. Jóhann Waage og Birgir Már Bragason náðu ekki kjöri. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var endurkjörin en hann var einn í framboði.Hér er yfirlit yfir helstu breytingar - Tveir Bandaríkjamenn verða leyfðir á næsta tímabili - Leikin verður fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna í stað tveggja. A og B skiptingu deildarinnar fellur niður. Leikin verður fjögurra liða úrslitakeppni í stað sex. - Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla - Ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla - Breytingar verða á Lengjubikar karla (Fyrirtækjabikar) - Breytingar verða á Lengjubikar kvenna (Fyrirtækjabikar) Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þingið af heimasíðu KKÍ:Fyrir þinginu voru margar spennandi og ítarlegar tillögur og meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að í Iceland Express-deild kvenna verður leikin fjórföld umferð í einni deild á næsta tímabili. Það þýðir að A og B skiptingu deildarinnar verður ekki haldið áfram og verða því 28 leikir á næsta tímabili í efstu deild kvenna miðað við 20 leiki síðasta vetur. Fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni. Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að takmarka fjölda útlendinga í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna. Miklar umræður voru um kosti og galla þess að takmarka þann fjölda útlendinga sem er inná vellinum hverju sinni. Kosið var um tillöguna sem hefur verið nefnd 3+2 en hún snérist um það að hverju sinni mátti þjálfari ekki hafa fleiri en tvo útlendinga inná hverju sinni. Óskað var eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um málið sem er sjaldgæft því venjulega er kosið með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla er leynileg og að lokinni talningu atkvæða var ljóst að skoðanaskipti þingfulltrúa var töluverð en atkvæðin féllu jöfn 43-43 og þrír seðlar voru auðir. Var tillagan því felld vegna þess að hún fékk ekki meirihluta atkvæða. Í kjölfarið á þessu var greitt atkvæði um tillögu þess efnis að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði. Það þýðir að lið mega ráða til sín tvo bandaríska leikmenn og tefla þeim fram í sama leik, en áður var það óheimilt og aðeins mátti hafa einn bandarískan leikmann í liðinu. Var þessi tillaga samþykkt með góðum meirihluta atkvæða. Gerðar voru breytingar á Lengjubikar karla og kvenna og verða bæði mót með breyttu sniði næsta vetur. Í Lengjubikar karla verður keppnin með 16 liðum, öllum liðum efstu deildar ásamt fjórum liðum úr 1. deild. Verður liðunum skipt í styrkleikaflokka, fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Dregið verður í riðla og leikið fyrir áramót með úrslitum hinna fjögurra fræknu. Leikirnir verða eftir að Íslandsmótið hefst. Í Lengjubikar kvenna verður keppni 10 liða. Öll liðin úr Iceland Express-deild ásamt tveimur úr 1. deild kvenna. Leikið verður í tveimur riðlum, fimm lið í hvorum riðli og verður ein umferð leikin þar sem allir spila við alla. Lengjubikar kvenna klárast áður en Íslandsmótið hefst. Óbreytt keppnisfyrirkomulag verður í Iceland Express-deild karla og ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla. Tillaga þess efnis að fella niður reglugerð um sameiginleg lið fékk ekki brautargengi og því stendur hún. Tillaga þess efnis að taka upp 3-dómara kerfi í Iceland Express-deild karla var felld. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur. Ný stjórn var kosin á þinginu og kemur Rúnar Birgir Gíslason nýr inn í stjórn. Aðrir sem voru kosnir í stjórnina hafa setið þar áður en þau eru Guðbjörg Norðfjörð, Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Páll Kolbeinsson og Lárus Ingi Friðfinnsson. Í varastjórn voru Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson kosin. Jóhann Waage og Birgir Már Bragason náðu ekki kjöri. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var endurkjörin en hann var einn í framboði.Hér er yfirlit yfir helstu breytingar - Tveir Bandaríkjamenn verða leyfðir á næsta tímabili - Leikin verður fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna í stað tveggja. A og B skiptingu deildarinnar fellur niður. Leikin verður fjögurra liða úrslitakeppni í stað sex. - Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla - Ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla - Breytingar verða á Lengjubikar karla (Fyrirtækjabikar) - Breytingar verða á Lengjubikar kvenna (Fyrirtækjabikar) Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þingið af heimasíðu KKÍ:Fyrir þinginu voru margar spennandi og ítarlegar tillögur og meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að í Iceland Express-deild kvenna verður leikin fjórföld umferð í einni deild á næsta tímabili. Það þýðir að A og B skiptingu deildarinnar verður ekki haldið áfram og verða því 28 leikir á næsta tímabili í efstu deild kvenna miðað við 20 leiki síðasta vetur. Fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni. Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að takmarka fjölda útlendinga í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna. Miklar umræður voru um kosti og galla þess að takmarka þann fjölda útlendinga sem er inná vellinum hverju sinni. Kosið var um tillöguna sem hefur verið nefnd 3+2 en hún snérist um það að hverju sinni mátti þjálfari ekki hafa fleiri en tvo útlendinga inná hverju sinni. Óskað var eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um málið sem er sjaldgæft því venjulega er kosið með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla er leynileg og að lokinni talningu atkvæða var ljóst að skoðanaskipti þingfulltrúa var töluverð en atkvæðin féllu jöfn 43-43 og þrír seðlar voru auðir. Var tillagan því felld vegna þess að hún fékk ekki meirihluta atkvæða. Í kjölfarið á þessu var greitt atkvæði um tillögu þess efnis að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði. Það þýðir að lið mega ráða til sín tvo bandaríska leikmenn og tefla þeim fram í sama leik, en áður var það óheimilt og aðeins mátti hafa einn bandarískan leikmann í liðinu. Var þessi tillaga samþykkt með góðum meirihluta atkvæða. Gerðar voru breytingar á Lengjubikar karla og kvenna og verða bæði mót með breyttu sniði næsta vetur. Í Lengjubikar karla verður keppnin með 16 liðum, öllum liðum efstu deildar ásamt fjórum liðum úr 1. deild. Verður liðunum skipt í styrkleikaflokka, fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Dregið verður í riðla og leikið fyrir áramót með úrslitum hinna fjögurra fræknu. Leikirnir verða eftir að Íslandsmótið hefst. Í Lengjubikar kvenna verður keppni 10 liða. Öll liðin úr Iceland Express-deild ásamt tveimur úr 1. deild kvenna. Leikið verður í tveimur riðlum, fimm lið í hvorum riðli og verður ein umferð leikin þar sem allir spila við alla. Lengjubikar kvenna klárast áður en Íslandsmótið hefst. Óbreytt keppnisfyrirkomulag verður í Iceland Express-deild karla og ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla. Tillaga þess efnis að fella niður reglugerð um sameiginleg lið fékk ekki brautargengi og því stendur hún. Tillaga þess efnis að taka upp 3-dómara kerfi í Iceland Express-deild karla var felld.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira