Vettel: Það er enginn ósigrandi 5. maí 2011 17:28 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. „McLaren vann ekki vegna þess að liðið var heppið. Þeir unnu sitt verk vel og gerðu okkur lífið leitt og áttu sigurinn skilinn. Þeir unnu sitt verk betur en við", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Ég tel ekki heldur að okkar ákvarðanir hafi haft eitthvað með heppni að gera, frekar en hjá þeim. Svona mót koma upp og það er mikilvægt að læra af þeim og gæta þess að gera ekki sömu mistökin tvisvar", sagði Vettel sem vann tvö fyrstu mót ársins. McLaren liðið útfærði keppnisáætlun sína betur og það gerði útslagið í mótinu og tryggði sigur Hamiltons. „Það er engin ósigrandi og það munu allar koma stundir þar sem einhver sparkar í afturendann á þér. Ég kann ekki við að tapa, en enginn er ósigrandi. Vettel sagði einnig í fréttinni að hann stefni á að ná besta tíma í tímatökunni á laugardag og ekki spara dekkin til að eiga lítt notaðan umgang í mótinu. „Ef maður hefur val, þá á maður að stefna á besta tíma. Að ræsa af stað fremstur er fyrsti kostur. Það er alltaf hætta þegar ræst er aftar af stað og allt þarf að ganga upp. Ef maður er fastur fyrir aftan keppninaut, þá virkar keppnisáætlunin ekki lengur. Ef markmiðið er að skemmta sér, þá er hægt að ræsa aftarlega, en ef þú vilt vinna, þá viltu vera fremstur", sagði Vettel. Í síðasta móti ræsti Mark Webber, liðsfélagi Vettel 18 af stað og komst í þriðja sætið eftir fjölmarga framúrakstra í mótinu. Honum hafði gengið illa í tímatökunni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira