Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref 5. maí 2011 15:23 Felipe Massa á fréttamannafundi á Istanbúl brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira