Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin 3. maí 2011 15:14 Pastor Maldonado er nýliði hjá Williams á þessu keppnistímabili. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða. Williams tilkynnti í dag að liðið hefði ráðið Mike Coughlan sem yfirverkfræðing liðsins, en hann varð frægur árið 2007 vegna njósnamálsins svokallaða. Þá komst Coughlan sem vann hjá McLaren yfir gögn frá Ferrari, sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Coughlan var vikið frá störfum og segist hafa lært sína lexíu á málinu. Maldonado varð meistari í GP2 mótaröðinni í fyrra, en hefur ekki náð að fylgja þeirri velgengi eftir. Hann segir að ein sín besta keppni í fyrra hafi verið á Istanbúl Park, en Williams liðið keppir þar um næstu helgi. „Ég hef komið á Istanbúl Park fjórum eða fimm sinnum og þetta er góð braut að keppa á. Í fyrra ók ég einu af mínu bestu mótum í Istanbúl í GP2. Ef við náum bílnum góðum fyrir helgina, þá verður mótið gott fyrir okkur", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. „Beygja átta er uppáhalds staðurinn minn á brautinni og er mögnuð, mjög löng og hröð beygja. Þá er brautin tæknilegs eðlis. Við erum að bæta okkur og getum vonandi stokkið framávið með endurbótum sem við verðum með og um leið samkeppnisfærari", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og nýtur þess enn innilega að keppa. „Ég vill vera samkeppnisfærari með liðinu en við höfum verið til þessa. Það verða nýir hlutir í bílnum fyrir mótið í Tyrklandi, sem vinnur vonandi með okkur", sagði Barrichello. „Ég elska Istanbúl Park. Þetta er ein vandasamasta brautin að takast á við á mótaskránni og við stefnum á að aka í botni þar. Allir segja að beygja átta sé hápunkturinn, og hún er það, en mér finnst gaman að stilla bílnum upp fyrir brautina. Þá er tímatakan gott viðfangsefni og ég kann vel við brautina í heild sinni", sagði Barrichello. Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða. Williams tilkynnti í dag að liðið hefði ráðið Mike Coughlan sem yfirverkfræðing liðsins, en hann varð frægur árið 2007 vegna njósnamálsins svokallaða. Þá komst Coughlan sem vann hjá McLaren yfir gögn frá Ferrari, sem hann átti ekki að hafa undir höndum. Coughlan var vikið frá störfum og segist hafa lært sína lexíu á málinu. Maldonado varð meistari í GP2 mótaröðinni í fyrra, en hefur ekki náð að fylgja þeirri velgengi eftir. Hann segir að ein sín besta keppni í fyrra hafi verið á Istanbúl Park, en Williams liðið keppir þar um næstu helgi. „Ég hef komið á Istanbúl Park fjórum eða fimm sinnum og þetta er góð braut að keppa á. Í fyrra ók ég einu af mínu bestu mótum í Istanbúl í GP2. Ef við náum bílnum góðum fyrir helgina, þá verður mótið gott fyrir okkur", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. „Beygja átta er uppáhalds staðurinn minn á brautinni og er mögnuð, mjög löng og hröð beygja. Þá er brautin tæknilegs eðlis. Við erum að bæta okkur og getum vonandi stokkið framávið með endurbótum sem við verðum með og um leið samkeppnisfærari", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og nýtur þess enn innilega að keppa. „Ég vill vera samkeppnisfærari með liðinu en við höfum verið til þessa. Það verða nýir hlutir í bílnum fyrir mótið í Tyrklandi, sem vinnur vonandi með okkur", sagði Barrichello. „Ég elska Istanbúl Park. Þetta er ein vandasamasta brautin að takast á við á mótaskránni og við stefnum á að aka í botni þar. Allir segja að beygja átta sé hápunkturinn, og hún er það, en mér finnst gaman að stilla bílnum upp fyrir brautina. Þá er tímatakan gott viðfangsefni og ég kann vel við brautina í heild sinni", sagði Barrichello.
Formúla Íþróttir Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira