Nýliðinn Perez vill ná í fyrstu stigin 3. maí 2011 13:17 Kamui Kobayashi og Sergio Perez hjá Sauber. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1. „Í mínum huga er meistaramótið að hefjast núna, þar sem ég þekki næstu brautir. Ég keppti í tvígang á Istanbúl Park í GP2 mótaröðinni og kann vel við brautina. Ég kunni sérstaklega vel að meta beygju átta", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Þessi beygja er rómuð af ökumönnum, rétt eins og Eau Rogue beygjan á Spa brautinni í Belgíu. „Í Formúlu bíl reynir enn meira (heldur en í GP2 bíl) á hálsvöðanna í beygju átta og það verður álag á framdekkin. Við verðum að fara vel með þau. Ég hlakka til tyrkneska mótsins og vill ná í mín fyrstu stig", sagði Perez, sem hefur ekki ekið beygjuna í Formúlu 1 bíl áður. Miklir togkraftar miðflóttaaflsins virka á ökumenn í beygjunni og geta orðið 4-5G í mestu átökunum. Liðsfélagi Perez hjá Sauber, Kobayashi dvaldi í Tokyo um tíma eftir síðasta mót, en vegna náttúruhamfaranna í Japan skapaðist mikil samstaða innan Formúlu 1 geirans gagnvart Japan. Keppa á í Japan síðar á árinu. „Ég hlakka mjög til mótsins á Istanbúl Park, en brautin er ein af þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér. Okkur gekk nokkuð vel í fyrra og við náðum í okkar fyrstu stig, þegar ég lauk keppni í tíunda sæti. Það var léttir og minningin gefur enn góða tilfinningu", sagði Kobayashi. „Það eru tvær háhraðabeygjur sem ég kann vel við og sérstaklega kann ég við beygju átta, sem er þreföld vinstri beygja. Það verður erfitt að meta dekkjamálin og hvernig þau þróast. Það er venjulega lítið grip á brautinni og bílarnir skrika því mikil til. Það verður lykilatriði að spara framdekkin og halda dekkaslitinu í lágmarki", sagði Kobayashi. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1. „Í mínum huga er meistaramótið að hefjast núna, þar sem ég þekki næstu brautir. Ég keppti í tvígang á Istanbúl Park í GP2 mótaröðinni og kann vel við brautina. Ég kunni sérstaklega vel að meta beygju átta", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Þessi beygja er rómuð af ökumönnum, rétt eins og Eau Rogue beygjan á Spa brautinni í Belgíu. „Í Formúlu bíl reynir enn meira (heldur en í GP2 bíl) á hálsvöðanna í beygju átta og það verður álag á framdekkin. Við verðum að fara vel með þau. Ég hlakka til tyrkneska mótsins og vill ná í mín fyrstu stig", sagði Perez, sem hefur ekki ekið beygjuna í Formúlu 1 bíl áður. Miklir togkraftar miðflóttaaflsins virka á ökumenn í beygjunni og geta orðið 4-5G í mestu átökunum. Liðsfélagi Perez hjá Sauber, Kobayashi dvaldi í Tokyo um tíma eftir síðasta mót, en vegna náttúruhamfaranna í Japan skapaðist mikil samstaða innan Formúlu 1 geirans gagnvart Japan. Keppa á í Japan síðar á árinu. „Ég hlakka mjög til mótsins á Istanbúl Park, en brautin er ein af þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér. Okkur gekk nokkuð vel í fyrra og við náðum í okkar fyrstu stig, þegar ég lauk keppni í tíunda sæti. Það var léttir og minningin gefur enn góða tilfinningu", sagði Kobayashi. „Það eru tvær háhraðabeygjur sem ég kann vel við og sérstaklega kann ég við beygju átta, sem er þreföld vinstri beygja. Það verður erfitt að meta dekkjamálin og hvernig þau þróast. Það er venjulega lítið grip á brautinni og bílarnir skrika því mikil til. Það verður lykilatriði að spara framdekkin og halda dekkaslitinu í lágmarki", sagði Kobayashi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira