Rosberg: Fyrstu þrjú mótin eins og rússibanareið tilfinninga 2. maí 2011 14:44 Nico Rosberg náði fjórða besta aksturstímanum í tímatökunni fyrir kappaksturinn í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi. „Byrjunin á 2011 tímabilinu hefur verið erfiðari en við áttum von á og fyrstu þrjú mótin voru dálítið eins og rússíbanareið tilfinninga. Við vorum allir svekktir í Melbourne og Malasíu, en eftir að hafa haft forystu í mótinu í Sjanghæ, þá staðfestum við möguleika bílsins", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Yfirmenn Mercedes endurskipulögðu nálgun sína fyrir mótshelgar, fyrir keppnina í Kína og það bar árangur. Rosberg lauk keppni í fimmta sæti, en Schumacher varð áttundi. „Liðið vann verk sitt vel og tók framfaraskref og við lærðum mikið þessa helgina. Vonandi getum við tekið annað skref framávið í Tyrklandi og náum jákvæðum árangri", sagði Rosberg. Hann nýtti hléið milli móta til að vera með fjölskyldu sinni um páskana og hlakkar til mótsins á Istanbúl Park í Tyrklandi. „Beygja átta er ein erfiðasta beygjan á árinu og er ekin á fullri gjöf í meira en átta sekúndur. Togkraftarnir eru allt að 5G og ef ég ætti að búa til ímyndaða óskabraut, þá væri þessi beygja hluti af henni", sagði Rosberg um brautina í Tyrklandi. Schumacher segist spenntur að keppa í Evrópu, en fyrstu þrjú mót ársins voru öll utan Evrópu og því var mikið ferðalög hjá starfsmönnum keppnisliða. Frí með fjölskykyldunni var því Schumacher kærkomið eins og Rosberg. „Ég hlakka til að komast í hasarinn aftur. Istanbúl Park brautin er frábær og verðugt viðfangsefni. Hún er ekin rangsælis og með ýmsar útfærslur af beygjum og því ánægjulegt að aka hana", sagði Schumacher. „Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að halda þeirri þróun áfram sem varð í Kína og með nýjungar í farteskinu fyrir Istanbúl, þá er ég fullviss að við getum náð álíka jákvæðri útkomu", sagði Schumacher um næsta mót. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi. „Byrjunin á 2011 tímabilinu hefur verið erfiðari en við áttum von á og fyrstu þrjú mótin voru dálítið eins og rússíbanareið tilfinninga. Við vorum allir svekktir í Melbourne og Malasíu, en eftir að hafa haft forystu í mótinu í Sjanghæ, þá staðfestum við möguleika bílsins", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Yfirmenn Mercedes endurskipulögðu nálgun sína fyrir mótshelgar, fyrir keppnina í Kína og það bar árangur. Rosberg lauk keppni í fimmta sæti, en Schumacher varð áttundi. „Liðið vann verk sitt vel og tók framfaraskref og við lærðum mikið þessa helgina. Vonandi getum við tekið annað skref framávið í Tyrklandi og náum jákvæðum árangri", sagði Rosberg. Hann nýtti hléið milli móta til að vera með fjölskyldu sinni um páskana og hlakkar til mótsins á Istanbúl Park í Tyrklandi. „Beygja átta er ein erfiðasta beygjan á árinu og er ekin á fullri gjöf í meira en átta sekúndur. Togkraftarnir eru allt að 5G og ef ég ætti að búa til ímyndaða óskabraut, þá væri þessi beygja hluti af henni", sagði Rosberg um brautina í Tyrklandi. Schumacher segist spenntur að keppa í Evrópu, en fyrstu þrjú mót ársins voru öll utan Evrópu og því var mikið ferðalög hjá starfsmönnum keppnisliða. Frí með fjölskykyldunni var því Schumacher kærkomið eins og Rosberg. „Ég hlakka til að komast í hasarinn aftur. Istanbúl Park brautin er frábær og verðugt viðfangsefni. Hún er ekin rangsælis og með ýmsar útfærslur af beygjum og því ánægjulegt að aka hana", sagði Schumacher. „Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að halda þeirri þróun áfram sem varð í Kína og með nýjungar í farteskinu fyrir Istanbúl, þá er ég fullviss að við getum náð álíka jákvæðri útkomu", sagði Schumacher um næsta mót.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira