Sport

Íris leggur skíðin á hilluna

Íris Guðmundsdóttir.
Íris Guðmundsdóttir.
Írís Guðmundsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna einungis 21 árs að aldri.  Þrátt fyrir ungan aldur hefur Íris verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár.

Írís keppti á Ólympíuleikunum í Vancouver árið 2010 og í vetur keppti hún á heimsmeistaramótinu á skíðum í Garmisch Partenkirchen. Einnig hefur Íris keppt á heimsmeistaramótum unglinga og í Evrópubikar.

Undanfarin ár hefur Íris glímt við meiðsli sem hafa sett strik í reikninginn á æfingum og í keppni hjá henni auk þess hefur  mikill kostnaður undanfarinna ára áhrif á þessa ákvörðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×