Bleikjur í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2011 11:25 Það getur margt óvart gerst í veiðinni. Það fékk Atli Bergmann að reyna um helgina er hann kastaði á uppítökur í efsta veiðistað Elliðaánna. Atli átti síðari helming föstudagsins síðastliðins. Veiðarnar í vor hafa gengið vel, og ekki síst hjá Atla sem landaði fjórtán silungum frá einu og upp í þrjú pund. Átta af þeim voru hefðbundnir urriðar veiddir á Krókinn og ýmsa kúluhausa efst í Höfuðhylnum og í hávaðanum niður undan efstu brúnni. En það sem gerðist síðasta klukkutímann var nokkuð merkilegt. Þá tók Atli eftir vakandi silungum ofan við hólmann sem myndar Hólmakvísl, neðst í Höfuðhylnum. Setti hann undir Ölmu Rún og landaði skömmu síðar fínni bleikju. Þetta endurtók hann ítrekað og endaði kvöldið á því að taka fimm bleikjur og einn sjóbirting! Sannarlega athyglisverð veiði þessa kvöldstund, því til samanburðar var heildar bleikjuveiði í Elliðaánum síðasta sumar hvorki meira né minna en ein bleikja! Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Uppáhalds veiðistaðurinn: Pokagljúfrið í Flóku Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði
Það getur margt óvart gerst í veiðinni. Það fékk Atli Bergmann að reyna um helgina er hann kastaði á uppítökur í efsta veiðistað Elliðaánna. Atli átti síðari helming föstudagsins síðastliðins. Veiðarnar í vor hafa gengið vel, og ekki síst hjá Atla sem landaði fjórtán silungum frá einu og upp í þrjú pund. Átta af þeim voru hefðbundnir urriðar veiddir á Krókinn og ýmsa kúluhausa efst í Höfuðhylnum og í hávaðanum niður undan efstu brúnni. En það sem gerðist síðasta klukkutímann var nokkuð merkilegt. Þá tók Atli eftir vakandi silungum ofan við hólmann sem myndar Hólmakvísl, neðst í Höfuðhylnum. Setti hann undir Ölmu Rún og landaði skömmu síðar fínni bleikju. Þetta endurtók hann ítrekað og endaði kvöldið á því að taka fimm bleikjur og einn sjóbirting! Sannarlega athyglisverð veiði þessa kvöldstund, því til samanburðar var heildar bleikjuveiði í Elliðaánum síðasta sumar hvorki meira né minna en ein bleikja! Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Uppáhalds veiðistaðurinn: Pokagljúfrið í Flóku Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Íslenskir veiðimenn í útrás Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði