Formúla 1

Sutil á yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar

Formúlu 1 ökumaðurinn Adrian Sutil.
Formúlu 1 ökumaðurinn Adrian Sutil. mynd: Getty Images/Phil Gilham
Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi.



Lalive lögfræðifyrirtækið birti yfirlýsingu dag fyrir hönd Eric Lux, sem er eigandi Genii Capital fyrirtækisins sem á Renault Formúlu 1 liðið. Í henni segir að Lux hafi ákveðið að kæra Adrian Sutil fyrir líkamsárás og skaða sem af henni hlaust. Um leið og ákæran verður birt eins og segir í frétt autosport, þá verður FIA, alþjóða bílasambandið látið vita og Force India lið Sutils í Formúlu 1. Í tilkynningunni segir einnig að ekki sé lokið fyrir það skotið að fleiri aðilra verði ákærðir í þessu máli.



Sutil staðfesti við þýska fjölmiðla í síðustu viku að hann hefði lent í uppákomu í Kína, en hann hafi ekki skaðað viðkomandi vísvitandi, heldur hafi um óviljaverk verið að ræða og hann hafi beðist velvirðingar á atvikinu, sem hann sjái eftir. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið, þar sem það tengist ekki starfi hans sem ökumanns í Formúlu 1 og það væri einkamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×