Schumacher sigursælastur á Spáni 13. maí 2011 16:10 Mynd: Getty Images Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes. Bílar með Mercedes vél hafa unnið fimm sinnum á Katalóníu brautinni, en 20 mót hafa farið fram á brautinni sem er nærri Barcleona. ,,Spænski kappaksturinn er sá fyrsti þar sem maður finnur raunverulega fyrir því að vera keppa í Evrópu. Ég á fullt af góðum minningum þaðan og við þekkjum bratutina vel frá æfingum”, sagði Schumacher, en keppnisliða æfa á brautinni á veturna. ,,Það verður áhugavert að sjá hvernig KERS kerfið, stillanlegur afturvængur og DRS kerfið kemur út og Pirelli dekkin. Það hefur alltaf verið erfitt að fara framúr á brautinni.” Schumacher lenti í árekstri í síðasta móti og það gerði út um vonir hans á góðum árangri í Tyrklandi. ,,Ég var ekki ánægður með mótshelgina í Tyrklandi, en liðið hefur verið að bæta sig, sem er mér hvatning til dáða. Það er gaman að sjá afrakstur þessarar vinnu. Við ætlum að taka framförum”, sagði Schumacher. Nico Rosberg stóð sig vetur en Schumacher í síðustu keppni. ,,Það er augljóst að við höfum bætt okkur, en þurfum að bæta okkur í kappakstrinum, þó staðan sé vænlegri varðandi tímatökuna. Við verðum með nýja hluti í bílnum í Barcelona. Ég hlakka til að sjá útkomuna. Við áttum góða tíma á æfingum í brautinni í vetur og vonandi getum við laðað fram góð úrslit í mótinu”, sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes. Bílar með Mercedes vél hafa unnið fimm sinnum á Katalóníu brautinni, en 20 mót hafa farið fram á brautinni sem er nærri Barcleona. ,,Spænski kappaksturinn er sá fyrsti þar sem maður finnur raunverulega fyrir því að vera keppa í Evrópu. Ég á fullt af góðum minningum þaðan og við þekkjum bratutina vel frá æfingum”, sagði Schumacher, en keppnisliða æfa á brautinni á veturna. ,,Það verður áhugavert að sjá hvernig KERS kerfið, stillanlegur afturvængur og DRS kerfið kemur út og Pirelli dekkin. Það hefur alltaf verið erfitt að fara framúr á brautinni.” Schumacher lenti í árekstri í síðasta móti og það gerði út um vonir hans á góðum árangri í Tyrklandi. ,,Ég var ekki ánægður með mótshelgina í Tyrklandi, en liðið hefur verið að bæta sig, sem er mér hvatning til dáða. Það er gaman að sjá afrakstur þessarar vinnu. Við ætlum að taka framförum”, sagði Schumacher. Nico Rosberg stóð sig vetur en Schumacher í síðustu keppni. ,,Það er augljóst að við höfum bætt okkur, en þurfum að bæta okkur í kappakstrinum, þó staðan sé vænlegri varðandi tímatökuna. Við verðum með nýja hluti í bílnum í Barcelona. Ég hlakka til að sjá útkomuna. Við áttum góða tíma á æfingum í brautinni í vetur og vonandi getum við laðað fram góð úrslit í mótinu”, sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira